Börnin í Efstahjalla afhentu styrk
Leikskólinn Efstahjalli í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi kátu börn úr efstu deild í Efstahjalla komu á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í dag föstudag og afhentu 45.000 krónur sem þau hafa safnað með sölu á Sólblómum til ættingja sinna. Upphæðin nemur árgjaldi fyrir styrktarbarn þeirra sem býr í barnaþorpinu Bukavu í Mið-Afríkulýðveldinu Kongó. Það er hin 6 ára gamla Chancelline Furaha Kangoma.
Með framlögum styrktarforeldra fá börnin í SOS-barnaþorpunum öllum grunnþörfum sínum mætt, ást, umhyggju og menntun sem undirbýr þau fyrir sjálfstætt líf á fullorðinsárum. Þau eignast heimili með SOS-foreldrum og systkinum og eru búnar eins heimilislegar aðstæður og nokkur kostur er.
Fyrir aðeins 128 krónur á dag getur þú gerst styrktarforeldri eins barns og fylgst með því þroskast og dafna.
Nýlegar fréttir
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...