Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin
Þessi duglegu börn í leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi heimsóttu skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í vikunni og afhentu pening sem þau höfðu safnað í Sólblómabaukinn sinn. Arnarsmári er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem á ýmsa vegu safna framlögum í þágu umkomulausra barna.
Samtals söfnuðu börnin 16,050 krónum og verður peningnum varið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega tvo slík verkefni, í Perú og Eþíópíu.
Myndskeið frá heimsókninni má sjá á Facebook síðunni okkar
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...