Fréttayfirlit 12. júlí 2018

Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin

Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin


Þessi duglegu börn í leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi heimsóttu skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í vikunni og afhentu pening sem þau höfðu safnað í Sólblómabaukinn sinn. Arnarsmári er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem á ýmsa vegu safna framlögum í þágu umkomulausra barna.

Samtals söfnuðu börnin 16,050 krónum og verður peningnum varið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega tvo slík verkefni, í Perú og Eþíópíu.

Myndskeið frá heimsókninni má sjá á Facebook síðunni okkar

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...