Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin

Þessi duglegu börn í leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi heimsóttu skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í vikunni og afhentu pening sem þau höfðu safnað í Sólblómabaukinn sinn. Arnarsmári er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem á ýmsa vegu safna framlögum í þágu umkomulausra barna.
Samtals söfnuðu börnin 16,050 krónum og verður peningnum varið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega tvo slík verkefni, í Perú og Eþíópíu.
Myndskeið frá heimsókninni má sjá á Facebook síðunni okkar
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...