Fréttayfirlit 2. júlí 2020

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag


Við erum eitt stórt bros hérna á skrifstofunni eftir afskaplega gleðilega heimsókn sem við fengum í morgun. Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna.

Börnin í þessum leikskólum láta sig varða hag munaðarlausra barna í öðrum löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Þau útbúa á hverju ári Sólblómabauk sem þau safna pening í fyrir börnin sem SOS Barnaþorpin hjálpa.

Sólblómaleikskólabörnin koma svo árlega til okkar með afrakstur söfnunarinnar og í morgun afhentu þau okkur hvorki meira né minna en 18.351 krónur sem safnast höfðu í eitt ár.

Þessi fjárhæð verður nýtt í að hjálpa barnafölskyldum í Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu svo börnin í þeim geti verið áfram hjá kynforeldrum sínum.

Við þökkum börnunum í Arnarsmára kærlega fyrir þetta óeigingjarna framlag.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...