Fréttayfirlit 29. apríl 2025

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag­ar í sam­tök­un­um. Í fjórðu grein sam­þykkta SOS seg­ir:

Til þess að fé­lagi geti nýtt fé­lags­leg rétt­indi sín á að­al­fundi skal hann skrá sig á fund­inn með sann­an­leg­um hætti eigi síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir boðað­an að­al­fund og vera í skil­um með fé­lags­gjald.

Vinsamlegast skráið ykkur því á fundinn með því að senda tölvupóst á sos@sos.is eða með símtali á skrifstofuna, s. 564 2910.

Dag­skrá að­al­fund­ar­ins er þannig:

  1. Kosn­ing fund­ar­stjóra og -rit­ara
  2. Skýrsla stjórn­ar
  3. Reikn­ing­ar lagð­ir fram til sam­þykkt­ar
  4. Lausn stjórn­ar og annarra ábyrgða
  5. Kosn­ing stjórn­ar og vara­manns
  6. Kosn­ing end­ur­skoð­anda
  7. Ákvörð­un um breyt­ing­ar á sam­þykkt­um
  8. Ákvörð­un fé­lags­gjalds
  9. Önn­ur mál

Varðandi lið 5

Fram­boð­um til stjórn­ar skal skil­að inn til skrif­stofu sam­tak­anna eigi síð­ar en viku fyr­ir boð­að­an að­al­fund, þ.e. 12. maí. Eigi til­nefn­ing­ar­nefnd að geta tek­ið af­stöðu til fram­boða þurfa þau þó að ber­ast sam­tök­un­um í síð­asta lagi tveim­ur vik­um fyr­ir að­al­fund, þ.e. 5. maí. Fram­boð skulu send á net­fang­ið fram­bod@sos.is ásamt stuttu kynn­ing­ar­bréfi þar sem kem­ur fram stutt ágrip og ástæð­ur fram­boðs.

Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn auk eins varamanns. Að þessu sinni þarf að kjósa einn aðalmann til þriggja ára og einn varamann til eins árs. Bæði stjórnarmaður og varamaður sem nú sitja í þeim sætum sem kosið skal um gefa kost á sér áfram. Til­nefn­ing­ar­nefnd mun leggja til­lögu sína fyr­ir fund­inn að full­trú­um í þessi sæti.

Varðandi lið 7

Ein breytingatillaga liggur fyrir aðalfundi. Lagt er til að bæta inn ákvæði um framkvæmdastjórn, en undanfarin ár hafa formaður, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fundað reglulega sem framkvæmdastjórn og er lagt til að festa það fyrirkomulag í samþykktir. Sjá PDF skjal með tillögunni.

Með góðri kveðju,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna

Félagsaðild

Skrá mig sem félaga í SOS Barnaþorpunum

Félagsaðild

Félagar greiða félagsgjald og eiga rétt á að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar.

Árgjald:
2.500 kr