Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélagar í samtökunum. Í fjórðu grein samþykkta SOS segir:
Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi skal hann skrá sig á fundinn með sannanlegum hætti eigi síðar en sólarhring fyrir boðaðan aðalfund og vera í skilum með félagsgjald.
Vinsamlegast skráið ykkur því á fundinn með því að senda tölvupóst á sos@sos.is eða með símtali á skrifstofuna, s. 564 2910.
Dagskrá aðalfundarins er þannig:
- Kosning fundarstjóra og -ritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lausn stjórnar og annarra ábyrgða
- Kosning stjórnar og varamanns
- Kosning endurskoðanda
- Ákvörðun um breytingar á samþykktum
- Ákvörðun félagsgjalds
- Önnur mál
Varðandi lið 5
Framboðum til stjórnar skal skilað inn til skrifstofu samtakanna eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 12. maí. Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau þó að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 5. maí. Framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.
Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn auk eins varamanns. Að þessu sinni þarf að kjósa einn aðalmann til þriggja ára og einn varamann til eins árs. Bæði stjórnarmaður og varamaður sem nú sitja í þeim sætum sem kosið skal um gefa kost á sér áfram. Tilnefningarnefnd mun leggja tillögu sína fyrir fundinn að fulltrúum í þessi sæti.
Varðandi lið 7
Ein breytingatillaga liggur fyrir aðalfundi. Lagt er til að bæta inn ákvæði um framkvæmdastjórn, en undanfarin ár hafa formaður, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fundað reglulega sem framkvæmdastjórn og er lagt til að festa það fyrirkomulag í samþykktir. Sjá PDF skjal með tillögunni.
Með góðri kveðju,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna
Félagsaðild
Skrá mig sem félaga í SOS Barnaþorpunum

Félagar greiða félagsgjald og eiga rétt á að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar.