Fréttayfirlit 6. desember 2016

Barnaþorpsvinir óskast fyrir Sýrland



Miklar hörmungar ganga nú yfir Sýrland og hefur ástandinu verið líkt við helvíti á jörð. Börn þjást gríðarlega og ef þau lifa hörmungarnar af má búast við að langtímaáhrifin á sálina verði talsverð.

SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áhugasömum að gerast Barnaþorpsvinir SOS í Aleppo og Damaskus í Sýrlandi.

Hvernig virkar það?

Það virkar þannig að einstaklingur eða fjölskylda hér á landi ákveður að styðja við börnin í Sýrlandi með mánaðarlegu framlagi að upphæð kr. 3.250. Hægt er að segja upp stuðningi hvenær sem er.

Hér getur þú gerst Barnaþorpsvinur. Taktu vinsamlegast fram að þú óskir eftir Sýrlandi.

Framlagið nýtist til að mæta þörfum og tryggja velferð þeirra barna sem SOS Barnaþorpin hafa tekið  að sér í Sýrlandi. Þau eru munaðarlaus eða yfirgefin og stuðningur Barnaþorpsvina fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna án þess að stuðningurinn sé tengdur við ákveðið barn.

ATH

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum fá nýir Barnaþorpsvinir bréf frá barnaþorpinu sem þeir styðja og svo reglulega bréf þaðan. Eins og staðan er í dag getum við því miður ekki tryggt eðlilega upplýsingagjöf frá Sýrlandi en við ábyrgjumst þó að framlagið fari á réttan stað.

Gerast Barnaþorpsvinur

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.