Barnasáttmálinn 30 ára
Í dag 20. nóvember er stór dagur fyrir börn og alla sem koma að velferð þeirra. Barnasáttmálinn er 30 ára í dag en það er sá mannréttindasamningur sem staðfestur hefur verið af flestum þjóðum í heimi, alls 196 þjóðum.
Alexandra frá SOS barnaþorpinu Cuenca á Spáni hélt ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York á dögunum og kom þar á framfæri eftirfarandi skilaboðum:
✔️Mörg börn eru hunsuð og þau eru ómeðvituð um réttindi sín.
✔️Mér finnst að öll börn í heiminum eigi að þekkja réttindi sín.
✔️Mér finnst að það eigi að vera forgangur yfirvalda að fjárfesta í ungdómnum og taka mark á öllum börnum.
Komið betur fram við flóttafjölskyldur
Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi, ritaði í tilefni dagsins grein sem birt er á Vísi. Hann hvetur yfirvöld til að sýna Barnasáttmálanum þá virðingu að koma betur fram við flóttafjölskyldur.
„Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því,“ segir Hans Steinar meðal annars í greininni.
Stöndum vörð um réttindi barna!
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...