Alsæl í Eþíópíu í íslensku landsliðstreyjunni
Íslensku fótboltalandsliðin voru að eignast nýtt stuðningsfólk, í Eþíópíu! Systkinin á einu heimilinu í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa voru í skýjunum þegar fulltrúi SOS á Íslandi afhenti þeim að gjöf íslensku landsliðstreyjuna í vettfangsferð þangað í lok febrúar. Knattspyrnusamband Íslands gaf treyjurnar og kunnum við sambandinu bestu þakkir fyrir.
Starfsfólk barnaþorpsins sagði að það sem gladdi börnin sérstaklega er hversu litrík og falleg treyjan er og að hún væri glæný og ekta. 29 Íslendingar eru SOS-styrktarforeldrar barna í barnaþorpinu í Addis Ababa.



Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...