Fréttayfirlit 29. apríl 2020

Alsæl í Eþíópíu í íslensku landsliðstreyjunni



Íslensku fótboltalandsliðin voru að eignast nýtt stuðningsfólk, í Eþíópíu! Systkinin á einu heimilinu í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa voru í skýjunum þegar fulltrúi SOS á Íslandi afhenti þeim að gjöf íslensku landsliðstreyjuna í vettfangsferð þangað í lok febrúar. Knattspyrnusamband Íslands gaf treyjurnar og kunnum við sambandinu bestu þakkir fyrir.

Starfsfólk barnaþorpsins sagði að það sem gladdi börnin sérstaklega er hversu litrík og falleg treyjan er og að hún væri glæný og ekta. 29 Íslendingar eru SOS-styrktarforeldrar barna í barnaþorpinu í Addis Ababa.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...