Fréttayfirlit 17. september 2018

Allir óhultir hjá SOS á Filippseyjum



Allir eru óhultir í SOS barnaþorpunum á Filippseyjum þar sem ofurfellibylurinn Mangkhut olli miklu manntjóni og eyðileggingu um helgina. 153 Íslendingar eiga styrktarbörn í 8 barnaþorpum á Filippseyjum en það svæði sem varð verst úti í hamförunum er í 500 km fjarlægð frá næsta SOS barnaþorpi, í Bataan.

Mangkhut reið yfir norðurhluta Filippseyja aðfararnótt laugardags. Talið er að um 65 manns hafi látið lífið en mun fleiri er saknað. Hamfarirnar höfðu áhrif á 250 þúsund manns.

Þörf á aðstoð metin

Gemma Goliat, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum, segir að öll börn og starfsfólk séu óhult og engar meiriháttar truflanir hafi orðið á starfsemi samtakanna í landinu. SOS Barnaþorpin á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu og verið er að meta hvort samstarfsaðilar þurfi á aðstoð að halda.

Nýlegar fréttir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
2. des. 2025 Erfðagjafir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...