Fréttayfirlit 17. september 2018

Allir óhultir hjá SOS á Filippseyjum



Allir eru óhultir í SOS barnaþorpunum á Filippseyjum þar sem ofurfellibylurinn Mangkhut olli miklu manntjóni og eyðileggingu um helgina. 153 Íslendingar eiga styrktarbörn í 8 barnaþorpum á Filippseyjum en það svæði sem varð verst úti í hamförunum er í 500 km fjarlægð frá næsta SOS barnaþorpi, í Bataan.

Mangkhut reið yfir norðurhluta Filippseyja aðfararnótt laugardags. Talið er að um 65 manns hafi látið lífið en mun fleiri er saknað. Hamfarirnar höfðu áhrif á 250 þúsund manns.

Þörf á aðstoð metin

Gemma Goliat, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum, segir að öll börn og starfsfólk séu óhult og engar meiriháttar truflanir hafi orðið á starfsemi samtakanna í landinu. SOS Barnaþorpin á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu og verið er að meta hvort samstarfsaðilar þurfi á aðstoð að halda.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...