Allir óhultir hjá SOS á Filippseyjum
Allir eru óhultir í SOS barnaþorpunum á Filippseyjum þar sem ofurfellibylurinn Mangkhut olli miklu manntjóni og eyðileggingu um helgina. 153 Íslendingar eiga styrktarbörn í 8 barnaþorpum á Filippseyjum en það svæði sem varð verst úti í hamförunum er í 500 km fjarlægð frá næsta SOS barnaþorpi, í Bataan.
Mangkhut reið yfir norðurhluta Filippseyja aðfararnótt laugardags. Talið er að um 65 manns hafi látið lífið en mun fleiri er saknað. Hamfarirnar höfðu áhrif á 250 þúsund manns.
Þörf á aðstoð metin
Gemma Goliat, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum, segir að öll börn og starfsfólk séu óhult og engar meiriháttar truflanir hafi orðið á starfsemi samtakanna í landinu. SOS Barnaþorpin á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu og verið er að meta hvort samstarfsaðilar þurfi á aðstoð að halda.
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.