Allir óhultir hjá SOS á Filippseyjum
Allir eru óhultir í SOS barnaþorpunum á Filippseyjum þar sem ofurfellibylurinn Mangkhut olli miklu manntjóni og eyðileggingu um helgina. 153 Íslendingar eiga styrktarbörn í 8 barnaþorpum á Filippseyjum en það svæði sem varð verst úti í hamförunum er í 500 km fjarlægð frá næsta SOS barnaþorpi, í Bataan.
Mangkhut reið yfir norðurhluta Filippseyja aðfararnótt laugardags. Talið er að um 65 manns hafi látið lífið en mun fleiri er saknað. Hamfarirnar höfðu áhrif á 250 þúsund manns.
Þörf á aðstoð metin
Gemma Goliat, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum, segir að öll börn og starfsfólk séu óhult og engar meiriháttar truflanir hafi orðið á starfsemi samtakanna í landinu. SOS Barnaþorpin á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu og verið er að meta hvort samstarfsaðilar þurfi á aðstoð að halda.
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...