Áhugi á stuðningi í Namibíu
Við hjá SOS á Íslandi höfum undanfarna daga verið að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja SOS Barnaþorpin í Namibíu. Við ákváðum að bregðast við þessum jákvæða áhuga og hefur athugun okkar leitt í ljós að mjög mikil þörf er fyrir stuðningi hjá SOS í Namibíu við rekstur barnaþorpanna þriggja sem þar eru.
Við viljum benda áhugasömum á að sérstök SOS-styrktarleið er fyrir slíkan stuðning sem heitir „Barnaþorpsvinur“. Þessir styrktaraðilar greiða 3.400 krónur á mánuði og fer framlagið í rekstur barnaþorpanna svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Einfalt er að skrá sig Barnaþorpsvin á heimasíðu okkar og kynna sér nánar hvernig þessum framlögum er ráðstafað. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)
Annar möguleiki er að gerast SOS-foreldri barns í barnaþorpi í Namibíu með mánaðarlegu framlagi upp á 3.900 krónur sem fer í framfærslu barnsins. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)
Þessir styrktaraðilar fá reglulega send bréf með fréttum og myndum af börnunum og þorpunum.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...