Áhugi á stuðningi í Namibíu
Við hjá SOS á Íslandi höfum undanfarna daga verið að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja SOS Barnaþorpin í Namibíu. Við ákváðum að bregðast við þessum jákvæða áhuga og hefur athugun okkar leitt í ljós að mjög mikil þörf er fyrir stuðningi hjá SOS í Namibíu við rekstur barnaþorpanna þriggja sem þar eru.
Við viljum benda áhugasömum á að sérstök SOS-styrktarleið er fyrir slíkan stuðning sem heitir „Barnaþorpsvinur“. Þessir styrktaraðilar greiða 3.400 krónur á mánuði og fer framlagið í rekstur barnaþorpanna svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Einfalt er að skrá sig Barnaþorpsvin á heimasíðu okkar og kynna sér nánar hvernig þessum framlögum er ráðstafað. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)
Annar möguleiki er að gerast SOS-foreldri barns í barnaþorpi í Namibíu með mánaðarlegu framlagi upp á 3.900 krónur sem fer í framfærslu barnsins. (Mikilvægt er að nefna Namibíu sérstaklega í skráningu)
Þessir styrktaraðilar fá reglulega send bréf með fréttum og myndum af börnunum og þorpunum.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Nýlegar fréttir
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...