Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

„Þrír markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðasta leiktímabili voru Afríkumenn. Hæfileikarnir og getan eru svo sannarlega til staðar í Afríku en það sem börn og ungmenni skortir þar eru tækifærin. Mig langar virkilega að læra hvernig Íslendingar fara að því að skapa þessi tækifæri.“
Þetta segir Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko, aðalráðgjafi hjá Gates góðgerðarsjóðnum, sem heimsótti Ísland í sumar. Samburu er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.
Samburu er sérfróður um þróunarsamvinnu og bendir þarna á börn og ungmenni á Íslandi hafi mun greiðari aðgang að því að efla hæfileika sína heldur en jafnaldrar sínir í Afríku. Í þessu samhengi má nefna að regluverk SOS Barnaþorpanna gengur einmitt út á að börnin fái menntun og hafi aðgengi að íþróttaiðkun. Samtökin hafa í 70 ár hjálpað fjórum milljónum barna á þennan hátt.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...