Fréttayfirlit 1. ágúst 2019

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika

Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika


„Þrír markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðasta leiktímabili voru Afríkumenn. Hæfileikarnir og getan eru svo sannarlega til staðar í Afríku en það sem börn og ungmenni skortir þar eru tækifærin. Mig langar virkilega að læra hvernig Íslendingar fara að því að skapa þessi tækifæri.“

Þetta segir Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko, aðalráðgjafi hjá Gates góðgerðarsjóðnum, sem heimsótti Ísland í sumar. Samburu er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.

Samburu er sérfróður um þróunarsamvinnu og bendir þarna á börn og ungmenni á Íslandi hafi mun greiðari aðgang að því að efla hæfileika sína heldur en jafnaldrar sínir í Afríku. Í þessu samhengi má nefna að regluverk SOS Barnaþorpanna gengur einmitt út á að börnin fái menntun og hafi aðgengi að íþróttaiðkun. Samtökin hafa í 70 ár hjálpað fjórum milljónum barna á þennan hátt.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...