Samburu undirstrikar mikilvægi styrktarforeldra

Við þökkum kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund með styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Keníamanninum Samburu Wa-Shiko á Grand hóteli sl. mánudagskvöld. Við erum ánægð með hversu margir mættu og höfðu áhuga á að kynnast Samburu og lífinu í SOS barnaþorpi.
Saga Samburu er mjög merkileg. Hann er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.
Hann fékk margar áhugaverðar spurningar frá fólkinu í salnum og meðal þess sem fram kom var að styrktarforeldrar skipti börnin miklu máli í SOS barnaþorpunum. Sjálfur átti hann styrktarforeldra frá Þýskalandi og Noregi og hann heldur enn miklum og góðum tengslum við konu í Þýskalandi sem var styrktarforeldri hans á sínum tíma. „Hún er guðmóðir mín," sagði Samburu.
Hann segir uppeldi sitt í barnaþorpinu hafa verið eins eðlilegt hann geti ímyndað sér og hann er í stöðugu sambandi við SOS móður sína og systkini sem hann ólst upp með.
SOS-barn á framabraut
Eftir að hafa hlotið góða menntun starfaði Samburu fyrir fjölda stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og er í dag yfirráðgjafi hjá Gates foundation. (Senior advisor) Hann er sérfræðingur á sviði þróunaraðstoðar og hefur m.a. unnið fyrir Alþjóða efnahagsráðið, World Economic Forum.
Samburu fannst frábært að hitta íslenska styrktaraðila SOS og hann segir að þessi heimsókn hans til landsins hafi gefið honum mikið.
Nýlegar fréttir

SOS barnaþorpið á Gaza rústir einar
SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza hefur hefur verið jafnað við jörðu og er rústir einar. Öll hús eru gereyðilögð og ljóst er að langur tími um Þetta kom í ljós á mánudag, 20. janúar, þegar starfsfólk SO...

SOS í Úkraínu: „Það er í lagi með okkur“
SOS Barnaþorpin í Úkraínu hafa hjálpað alls 426 þúsund manns í neyðaraðgerðum sínum eftir innrás Rússa fyrir nærri þremur árum. Aðgerðir SOS í þágu úkraínskra barna og fjölskyldna þeirra eru fjármagna...