Fréttayfirlit 1. nóvember 2022

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.

Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú mark­ar tíma­mót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verk­efni í þágu barna hér á landi en það er mögu­legt vegna sam­starfs­verk­efn­is­ins „A Home for a home“ með Heimsta­den.

Sjá líka:

Börn­in á Ás­brú fá ærslabelg að gjöf

Millj­arða­sam­starf SOS Barna­þorp­anna og Heimsta­den

Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu. Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.