Fréttayfirlit 2. nóvember 2022

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.

Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú mark­ar tíma­mót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verk­efni í þágu barna hér á landi en það er mögu­legt vegna sam­starfs­verk­efn­is­ins „A Home for a home“ með Heimsta­den.

Sjá líka:

Börn­in á Ás­brú fá ærslabelg að gjöf

Millj­arða­sam­starf SOS Barna­þorp­anna og Heimsta­den

Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu. Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu.

Nýlegar fréttir

Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví
2. des. 2022 Almennar fréttir

Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í Malaví þessa dagana og það er gaman að segja frá því að í gær, 4. desember, heimsótti hún SOS barnaþorpið í höfuðborginni Lilongve.

Fyrsta íslenska jóladagatal SOS
1. des. 2022 Almennar fréttir

Fyrsta íslenska jóladagatal SOS

Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur göngu sína áttunda árið í röð þann 1. desember n.k. Jóladagatalið er nú fyrsta sinn alíslenskt og fer leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir yfir al...