Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.
Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verkefni í þágu barna hér á landi en það er mögulegt vegna samstarfsverkefnisins „A Home for a home“ með Heimstaden.
Sjá líka:

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...