Neyð í Úkraínu

Neyðarástand ríkir enn í Úkraínu, rúmu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í landið. Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra eiga um sárt að binda og eru á vergangi. Þörf­in fyr­ir mann­úð­ar­starf eykst sí­fellt og starf­semi SOS í Úkraínu og ná­granna­lönd­um hef­ur auk­ist stór­lega á þess­um tíma. Nýj­ustu upp­lýs­ing­ar gefa til kynna að 17,7 millj­ón­ir manna séu í bráðri þörf á mann­úð­ar­að­stoð.

Sjá nánar hér

Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna fela í sér mannúðaraðstoð á borð við dreifingu helstu nauðsynja til barnafjölskyldna. Einnig aðstoðum við börn sem orðið hafa viðskila við foreldra sína að sameinast þeim á ný, svo dæmi séu tekin. Hluti þessarar aðstoðar fer fram meðal flóttamanna frá Úkraínu í nágrannalöndum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi taka þátt í fjármögnun þessarar mannúðaraðstoðar. Neyðarsöfnun stendur nú yfir og hér getur þú tekið þátt í henni með stöku eða mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Neyð í Úkraínu

Neyð í Úkraínu

Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni.

Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.