
Tilfinningaleg tengsl foreldra við börn geta breytt öllu
Sem barn, þarftu á einhverjum að halda sem er ekki sama um þig - einhverjum sem stendur með þér skilyrðislaust. Þó er það þannig í dag að eitt af hverjum tíu börnum og ungmennum eru aðskilin frá fjölskyldum sínum, yfirgefin, vanrækt eða búa við ofbeldi. Þau alast upp án þess stuðnings sem þau þurfa til að leggja grunn að fullorðinsárunum.
Þetta gerist í öllum löndum, hjá ríkum og fátækum - í öllum borgum og öllum samfélögum. Afleiðingarnar eru oft varanlegar og úr verður skaðlegur vítahringur sem endurtekur sig milli kynslóða.
Starf okkar snýst um að breyta þessu.
Hvernig er framlaginu mínu ráðstafað?
Framlagi þínu, 4.500 krónum, er ráðstafað í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess. Veljir þú að styrkja barnaþorp er framlag þitt, 4.500 krónur, nýtt í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.
85% upphæðarinnar renna óskipt til framfærslu barnanna. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.
Hvernig er að vera SOS-foreldri?
Þetta skref mun breyta lífi barns eða barna úti í heimi til hins betra og það mun án efa einnig veita þér ánægju. — Nánar í Spurt og Svarað.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.
Eins og stendur er ekki hægt að styrkja stök börn í SOS barnaþorpum í Austur Evrópu. Hins vegar er ennþá hægt að styrkja barnaþorp í Austur Evrópu.