SOS sögur 11.apríl 2024

„Við höfum svo sterkar tengingar við Króatíu“

„Við höfum svo sterkar tengingar við Króatíu“

Króatía er eitt fátækasta land í Evrópusambandinu og margir búa þar við bág kjör. Eva Ruza, systur hennar tvær og foreldrar, styrkja alls fjögur börn í sama SOS barnaþorpinu í Króatíu. Þau bindast landinu sterkum böndum enda er faðir Evu, Stanko Miljevic, alinn þar upp en hann fluttist til Íslands í leit að betra lífi árið 1972.

Haustið 2023 héldu Eva og systur hennar, Tinna og Debbý, til Króatíu í þeim tilgangi að heimsækja öll styrktarbörn fjölskyldunnar í barnaþorpið. Framleiddur var sjónvarpsþáttur um heimsóknina sem sýndur var á RÚV um páskana, 2024.

Sjónvarpsþáttinn má sjá á vef RÚV.

Eva, Tinna og Debbý komu færandi hendi frá Íslandi til styrktarbarna sinna í barnaþorpinu. Eva, Tinna og Debbý komu færandi hendi frá Íslandi til styrktarbarna sinna í barnaþorpinu.

Hafði ekki hugmynd um að SOS Barnaþorpin væru í Króatíu

„Systir mín gerðist SOS-foreldri af því ég talaði svo mikið um hvað það væri geggjað og fékk barn í Króatíu,“ segir Eva Ruza. „Þá hugsaði ég: Ó, er barnaþorp í Króatíu? Ég hafði ekki hugmynd um að það væri og sótti um og óskaði sérstaklega eftir að ég fengi í Króatíu út af tengingunni við pabba.“

Stanko Miljevic, faðir Evu Ruzu, kom til Íslands 1972 í leit að betra lífi. Fjölskyldan hefur alla tíð haldið góðum tengslum við Króatíu, heimaland Stankos, og þegar Eva komst að því að SOS-barnaþorpin væru þar sótti hún um að gerast SOS-foreldri þar.

Einstök tenging Íslands og Króatíu

Eva er velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem áttu frumkvæðið að því að gera sjónvarpsþátt um Evu og tengsl hennar við Króatíu. Þegar leið á undirbúning fyrir heimsóknina ákváðu Tinna og Debbý að kaupa sér flugmiða og skella sér með í þessa einstöku heimsókn, enda styrkja þær börn í þessu sama barnaþorpi, rétt eins og foreldrar þeirra sem komust því miður ekki með í ferðina. Þessa sérstöku sögu varð að segja, um einstaka tengingu Evu og fjölskyldu hennar við Króatíu og SOS Barnaþorpin.

„SOS Barnaþorpin höfðu samband við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að fara til Króatíu, heimsækja barnið mitt og taka systur mínar með. Þetta var aldrei spurning um nei eða já. Ég náttúrulega sagði að sjálfsögðu já,“ segir Eva. Í þættinum Eva Ruza í Króatíu fylgja áhorfendur systrunum Evu, Tinnu og Debbý í barnaþorpin tvö þar í landi.

Eva og Tinna ásamt Stanko pabba sínum við tökur á sjónvarpsþættinum, á veitingahúsinu Svartakaffi sem hann rekur á Laugavegi. Eva og Tinna ásamt Stanko pabba sínum við tökur á sjónvarpsþættinum, á veitingahúsinu Svartakaffi sem hann rekur á Laugavegi.

Mikilar tilfinningar að heimsækja barnaþorpin

„Þetta verður mjög erfitt og mjög miklar tilfinningar,“ sér Eva Ruza í hendi sér um heimsóknina í barnaþorpin áður en lagt er af stað frá Íslandi. „Af því við höfum svo sterkar tengingar við Króatíu.“

Faðir Evu Ruzu ólst upp í því sem þá var Júgóslavía. 1991 hófst þar stríð sem entist í áratug. Átökin urðu til þess að landið sem pabbi hennar ólst upp í liðaðist í sundur. Í rúm tíu ár gátu Eva og fjölskylda hennar ekki heimsótt ættfólk sitt í Króatíu. „Amma þín og afi dóu á meðan stríðið var og það var ekki möguleiki fyrir pabba þinn að komast út,“ rifjar Laufey móðir Evu upp. „Það var ekkert hægt að gera, ekkert hægt að fara.“

Debbý og Tinna ræða við drenginn sem Tinna styrkir og SOS móður hans. Debbý og Tinna ræða við drenginn sem Tinna styrkir og SOS móður hans.

Króatía er eitt fátækasta landið í Evrópusambandinu

Eftir langt ferðalag lentu systurnar í Zagreb og hittu þar Gordönu Daniel, verkefnisstjóra SOS Barnaþorpanna í Króatíu. „Króatía er eitt fátækasta landið í Evrópusambandinu,“ segir Gordana. „Fæðingartíðni lækkar frá ári til árs, börnum og ungu fólki fer fækkandi vegna bágra lífskjara.“

„Atvinnumöguleikar eru litlir svo mörg yfirgefa Króatíu að leita lífshamingju annars staðar,“ segir Gordana. „Þetta er okkar veruleiki, hann er ekki eins vel þekktur og strendur okkar og borgir.“

Fólk yfirgefur landið enn í leit að betra lífi

Mörg þeirra barna sem dvelja í barnaþorpunum í Króatíu hafa orðið fyrir áföllum og koma úr erfiðum fjölskylduaðstæðum. „Þau hafa orðið fyrir samfélagslegu áfalli. Sálræn áföll geta erfst á milli kynslóða. Það ríkir enn stríðsástand, fólk hatast og hræðist hvert annað,“ segir Gordana. „Sum barnanna ræða um stríð og neikvæðar tilfinningar í garð Serba.“

„Pabbi minn fór af því hann vildi betra líf,“ segir Eva Ruza. „Það er skrítið að hugsa til þess að fólk sé enn þá að yfirgefa landið í leit að betra lífi. Við erum enn þá þar.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði