SOS sögur 22.febrúar 2024

Varð móðir 13 ára og hraktist úr skóla

Varð móðir 13 ára og hraktist úr skóla

Írena* var aðeins nýorðin 13 ára þegar hún varð ólétt eftir nauðgun. Allt í einu voru framtíðardraumar þessarar ungu stúlku í uppnámi. Hún var komin með ungabarn í fangið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hraktist úr grunnskólanámi af þessum völdum.

„Ég var nýorðin 13 ára. Það var maður nálægt okkur sem sá mig og sagðist ætla að gefa mér pening. Ég ákvað að þiggja hann en ég bjóst ekki við að hann myndi misnota mig. Hann bjó í nágrenninu. Þegar ég fór með honum til að sækja peninginn þá nauðgaði hann mér,“ segir Írena og afleiðingarnar urðu eins og fyrr segir.

Var bjargað af íslenska SOS-verkefninu

Svo vel vildi til fyrir Írenu að SOS Barnaþorpin í Tógó starfrækja verkefni á staðnum með því markmiði að vinna gegn kynferðislegri misneytingu á börnum og aðstoða þolendur við að koma undir sig fótunum á ný. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna þetta verkefni með aðstoð utanríkisráðuneytisins.

„SOS Barnaþorpin tóku mig að sér. Ég fékk ókeypis sálfræðimeðferð, þau gáfu mér skólagögn, greiddu skólagjöldin, og meira að segja hjálpuðu pabba að koma atvinnurekstri hans aftur af stað svo hann gæti séð fyrir mér. Ég hlaut þjálfun og góða ráðgjöf til að geta átt betra líf,“ segir Írena um verkefnið sem hófst árið 2019.

*Nafn Írenu er skáldað af persónuverndarástæðum.

Heimildamynd um verkefnið

Í þessari heimildamynd er rætt við unglingsstúlkur á verkefnasvæði okkar í Tógó sem sjálfar á barnsaldri urðu óléttar eftir nauðgun og fjallað um afleiðingarnar sem það hafði fyrir þær.

Hér má sjá stytta útgáfu af myndinni með íslenskum texta.

Sam­fé­lags­leg gildi letja foreldra til að kæra

En Írena er ekki sú eina í þessum sporum, langt í frá. Kynferðisleg misnotkun á barnungum stúlkum er vágestur sem herjað hefur í áraraðir á Ogou hérað í Tógó. Sam­fé­lags­leg gildi gera það að verk­um að kyn­ferð­is­leg misneyt­ing á börn­um, barnagift­ing­ar stúlkna og brott­fall ung­lings­stúlkna úr grunn­skól­um vegna þung­un­ar eru að­kallandi vanda­mál á svæðinu.

„Það er oft brugðist við þessum málum með of mikilli mildi. Flestar kærur falla niður af þeirri einföldu ástæðu að foreldrarnir vilja ekki fylgja kærunni eftir. Afríkubúar eru félagslyndir og nágrannarnir eru þeim mikilvægir. Þannig að þegar nágranni gerist brotlegur er svo erfitt að kæra hann, fara í gegnum ferlið og koma lögum yfir hann. Þetta er okkar helsta áskorun við að fást við vandamálið,“ segir starfsmaður barnaverndar í Ogou héraði.

Verkefnið felur einnig í sér fræðslu fyrir börn og ungmenni en líka foreldrana sem af félagslegum ástæðum fá ekki af sér að kæra kynferðisbrotin til lögreglu eða fylgja kærunum eftir. Verkefnið felur einnig í sér fræðslu fyrir börn og ungmenni en líka foreldrana sem af félagslegum ástæðum fá ekki af sér að kæra kynferðisbrotin til lögreglu eða fylgja kærunum eftir.

Verkefnið skilar góðum árangri

Mikill og góður árangur hefur náðst í þessu verkefni til góða fyrir þolendur. Verkefnið hefur náð til 257 stúlkna sem eru þolendur kynferðisbrota. 208 þeirra voru við það að hætta í skóla en héldu þess í stað áfram og 30 fóru í starfsnám. Fræðsla hefur líka náð til 175 kennara í öllum tíu skólum svæðisins og 16.587 barna og ungmenna í samfélaginu. Meðal almennings hefur verkefnið náð til yfir 40 þúsund manns. Árangurinn er bersýnilegur.

Brottfall úr skóla er algeng afleiðing fyrir þessar stúlkur og þá skortir oft stuðning sem þær hafa nú fengið í gegnum verkefnið svo þær geti snúið aftur til náms en um leið hugsað um börnin sín.

Hér má sjá heimildamyndina í fullri lengd með enskum texta.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði