SOS sög­ur 7.febrúar 2020

„Upp­lif­um hana sem eina af okk­ur“

„Upplifum hana sem eina af okkur“

Pálína Sigurðardóttir í Reykjavík hefur verið SOS-foreldri tveggja barna í SOS barnaþorpinu Greenfields á Indlandi í 20 ár. Hún styrkti fyrst dreng í 13 ár sem er orðinn fullorðinn og frá árinu 2013 hefur hún styrkt stúlku sem er á fjórtánda aldursári í dag og heitir Suman.

Pálína vinn­ur á ung­barna­leik­skóla og á tvær dæt­ur með eig­in­manni sín­um, 11 og 13 ára. „Dæt­ur mín­ar líta eig­in­lega á Sum­an sem syst­ur sína þó þær hafi aldrei hitt hana. Við bara upp­lif­um hana sem eina af okk­ur,“ seg­ir Pálína.

Myndband um heimsókn okkar til Greenfields barnaþorpsins má sjá hér fyrir neðan. Í því er rætt við bæði Pálínu og Suman.

For­eldr­arn­ir gátu ekki hugs­að um hana

„Ég kom í barna­þorp­ið af því að for­eldr­ar mín­ir gátu ekki séð um mig eða sent mig í skóla. Ég var 5 ára,“ seg­ir Sum­an. Hans Stein­ar Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi SOS á Ís­landi, hitti Sum­an og ræddi við hana þeg­ar hann heim­sótti SOS barna­þorp­ið í Green­fields í janú­ar sl. 

Heill­ar Pálínu upp úr skón­um

Pálína fær bréf tvisvar á ári frá barna­þorp­inu með frétt­um og mynd­um af Sum­an og fær þannig að fylgj­ast með upp­vexti henn­ar. „Ég sé Sum­an fyr­ir mér sem mjög lífs­glaða stelpu. Hún er list­ræn, hef­ur gam­an að því að mála, syngja og dansa. Ég hlakka alltaf til að fá að vita hvernig henni geng­ur. Hún heill­ar mig al­veg upp úr skón­um,“ seg­ir Pálína.

Á níu SOS-systkini

Green­fields er fjöl­menn­asta SOS barna­þorp­ið á Indlandi af 32 þorp­um sem í land­inu eru. Þarna búa yfir 190 börn í 20 SOS-fjöl­skyld­um. „Ég á 9 systkini hérna, þetta eru sjö bræð­ur og tvær syst­ur. Ég er mjög ham­ingju­söm í svona stórri fjöl­skyldu vegna þess að við ger­um margt skemmti­legt sam­an,“ seg­ir Sum­an.

Veit að einu barni líð­ur bet­ur

Pálína seg­ir að hún hafi byrj­að að styrkja barn hjá SOS árið 2000 vegna þess að hún gat það, vildi láta gott af sér leiða og hafði eng­an að hugsa um nema sjálfa sig á þeim tíma.

„Það mik­il­væg­ast við að styrkja Sum­an er að þá veit ég alla vega að einu barni líð­ur bet­ur. Það eru allt of mörg börn sem eiga ekki þak yfir höf­uð­ið. Að hún hafi heim­ili, mennt­un, að­gengi að heil­brigð­is­þjón­ustu og allt þetta sem við höf­um. Mér finnst að all­ir sem eru af­lögu­fær­ir ættu að gera þetta.“

Suman finnst einna skemmtilegast að teikna. Suman finnst einna skemmtilegast að teikna.

Ætl­ar að verða rauna­greina­kenn­ari

Sum­an hef­ur nú ver­ið í barna­þorp­inu í Green­fields í nærri 9 ár en hef­ur fært sig um set yfir á ung­menna­heim­ili á veg­um þorps­ins eins og venj­an er hjá jafn­öldr­um henn­ar í barna­þorp­un­um. Á ung­menna­heim­il­un­um eru kyn­in að­skil­in og ung­menn­in hefja hinn eig­in­lega und­ir­bún­ing fyr­ir full­orð­ins­ár­in, læra að hugsa um sig sjálf.

„SOS Barna­þorp­in gáfu mér móð­ur, fjöl­skyldu, bræð­ur og syst­ur, mennt­un, heim­ili og allt það sem ég þarfn­ast í líf­inu. Hér líð­ur mér vel og ég er ham­ingju­söm,“ seg­ir Sum­an sem vill verða kenn­ari þeg­ar hún verð­ur full­orð­in. „Mig lang­ar að kenna raun­grein­ar.“

Ígildi einn­ar góðr­ar rauð­víns­flösku á mán­uði

„Ég hef nú ver­ið styrktar­for­eldri í 20 ár, þetta eru ein, tvær bíó­ferð­ir eitt­hvað svo­leið­is, ein góð rauð­víns­flaska á mán­uði. Það hef­ur gef­ið mér mjög mik­ið að geta fylgst með tveim­ur börn­um vaxa úr grasi í góð­um hönd­um,“ seg­ir Pálína að lok­um.

Ís­lend­ing­ar styrkja um níu þús­und börn

Ís­lend­ing­ar eru SOS-for­eldr­ar yfir níu þús­und barna í 433 barna­þorp­um í 107 lönd­um. Flest­ir Ís­lend­ing­ar styrkja börn í SOS barna­þorp­um á Indlandi, eða 779 Ís­lend­ing­ar. Þessi börn voru áður um­komu­laus en eiga nú heim­ili, fjöl­skyldu og fá mennt­un.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr