SOS sög­ur 8.febrúar 2016

Stór fjöl­skylda á flótta

Hinn níu ára Khulud yf­ir­gaf heim­ili sitt í Al­eppo í Sýr­landi fyr­ir tveim­ur árum síð­an ásamt móð­ur sinni, föð­ur og sjö systkin­um. Fjöl­skyld­an tók ákvörð­un á sín­um tíma um að flýja land eft­ir að sprengja sprakk fyr­ir fram­an hús­ið þeirra og fimm börn lét­ust. „Það var hræði­legt að sjá fimm lít­il börn deyja í garð­in­um hjá okk­ur. Það mun­aði litlu að þetta hefðu ver­ið mín börn,“ seg­ir móð­ir Khulud.

„Mamma sagði mér að horfa ekki en ég sá samt vini mína liggja í garð­in­um. Hend­urn­ar þeirra duttu af og fæt­urn­ir líka,“ seg­ir Khulud sorg­mædd­ur.

„Eft­ir þetta þurft­um við að fara,“ seg­ir fað­ir Khulud. Við lögð­um af stað, sváf­um und­ir trjám og borð­uð­um stund­um ekki í nokkra daga. Stund­um lifð­um við á grasi og lauf­um í nokkra daga í röð,“ seg­ir hann. „Ég gat ekki sof­ið á næt­urn­ar held­ur horfði bara á börn­in mín og grét.“

tpa-picture-76222.jpgEft­ir rúm­lega ár á flótta inn­an Sýr­lands ákváð­um við að fara til Líb­anon. Fyrstu mán­uð­ina von­uð­umst við til að stríð­inu myndi ljúka en sú von er al­veg horf­in í dag. „Við höf­um það betra hér held­ur en í Sýr­landi. Líf okk­ar er ekk­ert líkt því sem við þekkt­um fyr­ir stríð, en við erum hepp­in að hafa kom­ist hing­að,“ seg­ir fjöl­skyldufað­ir­inn. „Við höf­um feng­ið góða að­stoð frá SOS Barna­þorp­un­um hér í Líb­anon.“

Fjöl­skyld­an hef­ur kom­ið sér fyr­ir í litlu þorpi í Líb­anon. „Hér eru marg­ir flótta­menn, flest­ir frá Sýr­landi. Við erum með þak yfir höf­uð­ið en það vant­ar hurð­ir, glugga og sal­ern­is­að­stöðu. Börn­in hafa ekki far­ið í skóla síð­an við flúð­um heim­ili okk­ar,“ seg­ir móð­ir Khulud en þar sem börn­in eru skráð sem flótta­menn mega þau ekki ganga í skóla í Líb­anon.

„Ég ætla samt að byrja í skóla fljót­lega,“ seg­ir Khulud. „Ég ætla nefni­lega að verða lækn­ir svo ég geti bjarg­að vin­um mín­um sem missa hend­urn­ar og fæt­urna í spreng­ing­um.“ „Mik­ið vona ég að draum­ur hans ræt­ist,“ seg­ir móð­ir hans.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr