Staurblankur hermaður vildi gera eitthvað varanlegt fyrir börnin
Einu sinni var ungur drengur í austurrísku Ölpunum sem hét Hermann Gmeiner. Móðir hans var látin og elsta systir hans gekk honum í móðurstað. Hermanni gekk vel í skóla og hann ákvað að hefja nám í læknisfræði. En svo skall síðari heimsstyrjöldin á. Hermann fór í herinn og var sendur til Sovétríkjanna. Þar kynntist hann hörmungum stríðsins og við stríðslok blasti við mikill fjöldi munaðarlausra barna. Neyð þeirra fór ekki framhjá Hermanni.
Hann átti sér þann draum að gera eitthvað varanlegt fyrir þessi börn. Sjálfur var hann staurblankur en með aðstoð góðra manna sem höfðu trú á hugmyndum hans stofnaði hann samtökin SOS Barnaþorpin árið 1949 og sama ár hófust framkvæmdir við fyrsta SOS barnaþorpið í Imst í Austurríki.
Fjöldi fólks var tilbúinn að gefa einn skilding á mánuði svo draumurinn um móður og góð heimili fyrir umkomulaus börn gæti orðið að veruleika. Hermann lagði mikla áherslu á móðurina. Hann hafði jú sjálfur misst móður sína ungur að árum og vissi hve mikilvæg móðirin er í uppvexti barna.
SOS Barnaþorpin 75 ára
Á þessu ári eru 105 ár frá fæðingu Hermanns sem lést árið 1986. Verk þessa góða manns tala svo sannarlega sínu máli. Frá því að hann setti SOS Barnaþorpin á laggirnar fyrir 75 árum hafa á sjötta hundrað barnaþorpa risið í yfir 130 löndum og samtökin útvegað yfir fjórum milljónum umkomulausra barna gott heimili og fjölskyldu.
Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og samkvæmt skýrslu sem gerð var í tilefni af 70 ára afmæli SOS árið 2019 hefur starf samtakanna þannig með beinum og óbeinum hætti haft jákvæð áhrif á 13 milljónir einstaklinga. Börnum og ungmennum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti.
Í dag eiga 69.000 börn og ungmenni fjölskyldu og gott heimili í 533 SOS barnaþorpum og í annarri umönnun á vegum samtakanna. Auk þeirra njóta yfir þrjár milljónir manna annars stuðnings samtakanna í gegnum ýmis umbóta-, þróunar og mannúðarverkefni í þágu velferðar barna og ungmenna.
SOS á Íslandi í 35 ár
Mikill áhugi kviknaði meðal Íslendinga á níunda áratugnum á að styðja við starf samtakanna, m.a. í kjölfar reglulegrar umfjöllunar í erlendum tímaritum sem bárust hingað til lands. Margir Íslendingar byrjuðu að styrkja samtökin í gegnum SOS í Danmörku en það var einmitt fyrir tilstuðlan Dana að starfsemi SOS Barnaþorpanna hófst á Íslandi árið 1989.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.