SOS sögur 25.janúar 2019

Saumar sig út úr eymdinni

Nágrannar Suriu Lushomo* í fátækrahverfi í Sambíu höfðu uppnefnt hana „ómerking“ (nobody) svo oft að hún var farin að trúa því sjálf og að hún ætti ekkert gott skilið. Kvalarar hennar glöddust þórðargleði yfir slæmum aðstæðum hennar sem þeim fannst hún hafa kallað yfir sig með því að verða barnshafandi 17 ára.

ÉG VIL STYRKJA SOS BARNAÞORPIN

Sjálfsvígstilraun

„Ég hætti í skólanum 16 ára þegar mamma dó og þá fór fólk að segja að það yrði ekkert úr mér án menntunar. Þegar ég varð ólétt ágerðist uppnefnið svo að ég fór sjálf að kalla mig „nobody". Fólk kallaði mig mjög ljótum nöfnum sem olli mér mikilli vanlíðan og ég grét stanslaust. Svo kom að því að ég gafst upp og reyndi að svipta mig lífi,“ segir Suria.

Suria fæddi son sinn Madi* árið 2012 og fékk hún stuðning frá ömmu sinni sem hún flutti inn til. Það gerði Suriu kleift að fá sér vinnu sem sölukona í verslun en svo kom að því að hún þurfti að standa á eigin fótum. „Amma gat ekki lengur hjálpað mér og sagði að ég þyrfti að gera þetta allt sjálf. Svo ég flutti út.“

Verknámsskóli SOS kom til bjargarZambia_sl_lusaka_Tom Maruko_suria (far right) in tailoring class c (4).JPG

Misisi er kofahverfi í Lusaka, höfuðborg Sambíu, og er sagt eitt af verstu fátækrahverfum Afríku. Suria kynntist konu í hverfinu sem hún kallar „frænku“ og fékk að búa frítt hjá henni í skiptum fyrir umönnun. „Frænka" sagði Suriu frá því að SOS Barnaþorpin í Lusaka væru með verknámsskóla þar sem ungar mæður geta sótt námskeið og öðlast þekkingu til að koma á eigin atvinnurekstri eða tryggja sér atvinnu. Þetta var vendipunktur í lífi Suriu.

Hún er núna ein af 10 ungum mæðrum sem taka þátt í verkefni á vegum SOS þar sem þær læra annað hvort matvælaframleiðslu eða klæðskeraiðn og valdi Suria það síðarnefnda. „Líf mitt hefur tekið miklum breytingum til batnaðar og er að vinna í því að byggja upp brotna sjálfsvirðingu mína. Ég er alltaf að segja við sjálfa mig að ég sé ekki ómerkingur „nobody“ heldur „somebody".

ÉG VIL STYRKJA SOS BARNAÞORPIN

Vill breyta ímynd sinni

Suria er núna 23 ára og eykst þekking hennar og sjálfstraust með degi hverjum. Framtíðardraumur hennar er að verða hönnuður og hún stefnir hún á að opna saumastofu. „Áskorun mína núna er að fjármagna kaup á saumavél og efni en þó það takist ekki þá hef ég alla vega öðlast þekkingu til að fá vinnu við saumamennsku. Ég hef alla vega sýnt að það getur orðið eitthvað úr mér. Ég legg hart að mér við að breyta ímynd minni í hverfinu.“

Yfir 1600 ungmenni hafa fengið þjálfun og menntun í hinni ýmsu iðn hjá verknámsskóla SOS Barnaþorpanna í Lusaka síðan skólinn var settur á laggirnar árið 2005.

*Raunverulegu nafni breytt

Heimsmarkmiðin.jpg

Verknámsskólar SOS Barnaþorpanna ná til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun nr. 1, 4 og 8. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu og markmið númer 3,5 og 17 að hluta.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði