Ólst upp í barnaþorpi meðan mamman sat í fangelsi

Neymar fékk öruggt uppeldi í SOS barnaþorpi í Perú. Fyrstu þrjú ár lífs síns dvaldi hann í fangelsi þar sem móðir hans var vistuð. Eftir það flutti hann í barnaþorpið, þar sem SOS móðir tók á móti honum með hlýju og umhyggju.
Í SOS barnaþorpinu í Ayacucho í Perú eru eitt af hverjum fjórum börnum í fósturvist því foreldrar þeirra eru í fangelsi. Börnin fá að heimsækja foreldra sína á tveggja vikna fresti og fá stuðning frá SOS til að viðhalda tengslum.
Á meðan þau búa ekki með foreldrum sínum, alast þau upp hjá SOS mæðrum – í kærleika og stöðugleika. Í dag eru Neymar og móðir hans sameinuð á ný – og halda áfram að vera í sambandi við SOS barnaþorpið.

Ayacucho er borg með yfir 180.000 íbúa sem staðsett er í frjósömum dal. Margir fluttu til borgarinnar vegna þess að þeir neyddust til að yfirgefa heimkynni sín – annaðhvort vegna ofbeldis eða skorts á tækifærum í dreifbýlinu þaðan sem þeir komu.
Þegar fólk flytur til borgarinnar endar það oft í fátækrahverfum á jaðri hennar. Börn og ungmenni sem flytja með fjölskyldum sínum standa frammi fyrir mörgum áskorunum. Þau alast upp við ótryggar aðstæður, með takmarkaðan aðgang að grunnþjónustu og menntun.
SOS Barnaþorpin hafa frá árinu 2006 veitt börnum, ungmennum og fjölskyldum í Ayacucho stuðning og barist fyrir réttindum þeirra.

Perú er eitt af stærstu kókaínframleiðslulöndum heims. Ólögleg viðskipti með fíkniefni, morð, heimilisofbeldi og spilling eru enn alvarleg samfélagsleg vandamál sem hafa áhrif á fjölmargar fjölskyldur.
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Perú síðan árið 1975 og veitt börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra sína – eða eru í hættu á að missa þá – stuðning og vernd. Frá árinu 2006 hefur SOS einnig veitt stuðning í Ayacucho, bæði með beinum aðgerðum og hagsmunabaráttu fyrir réttindum barna, ungmenna og fjölskyldna.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.