Nýtt upphaf hjá Mariu litlu
Maria* er þriggja ára og býr ásamt Lauru frænku sinni nálægt Bogota í Kólumbíu. Mamma Mariu yfirgaf hana þegar hún var lítil og pabbi hennar gat ekki annast hana vegna vinnu. Laura frænka bauðst til að taka Mariu litlu að sér þegar hún var 6 mánaða gömul. Laura var sjálf einstæð, tveggja barna móðir og átti í erfiðleikum með að ná endum saman. Hún fékk stuðning frá fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna til að geta annast börnin sín og Mariu litlu.
Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna
Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna er verkefni á vegum samtakanna sem aðstoðar barnafjölskyldur sem búa við sárafátækt eða afar krefjandi aðstæður. Stuðningurinn miðar að þörfum hverrar fjölskyldu fyrir sig og tilgangurinn er að koma í veg fyrir aðskilnað barna frá fjölskyldu sinni. Laura frænka fékk aðstoð við að finna sér vinnu til að geta aflað tekna fyrir heimilið og fræðslu um uppeldi og næringu barna. Maria fékk líka pláss á leikskóla.
Bjartari framtíð
Mariu líður mjög vel hjá Lauru frænku sem annast hana eins og sitt eigið barn. Þar fær hún kærleiksríkt heimili og aðgengi að menntun. Þegar Maria kom til Lauru eignaðist hún tvö eldri systkini til að leika við og nú hefur Laura frænka eignast lítið barn sem Maria elskar að knúsa.
* Nöfnum hefur verið breytt af persónuverndarástæðum.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.