SOS sögur 18.apríl 2024

„Nú á ég möguleika“

„Nú á ég möguleika“

Anna er elst fimm systkina sem ólust upp í SOS barnaþorpinu í Lekenik í Króatíu. Vegna vanrækslu heima fyrir fengu þau nýtt heimili og fjölskyldu í barnaþorpinu árið 2007 þegar Anna var 9 ára. Anna er 26 ára í dag og lifir góðu lífi sem hún þakkar uppeldi sínu í barnaþorpinu. Eva Ruza hitti Önnu í heimsókn sinni til Króatíu.

Lekenik er smábær fyrir utan höfuðborgina Zagreb og er þekktur tökustaður fyrir Óskarsverðlaunamyndina Fiðlarinn á þakinu frá 1971. SOS Barnaþorpin tóku til starfa í Króatíu árið 1992 og ári síðar hófst starfsemi í barnaþorpinu í Lekenik. 30 ára afmælishátíð barnaþorpsins stóð yfir þegar Eva Ruza og systur hennar Tinna og Debbý voru við tökur á sjónvarpsþættinum Eva Ruza í Króatíu sl. haust.

Ef ég hefði ekki komið hingað væri ég ekki sú sem ég er í dag. Anna

Þetta er heimili mitt

Þar hittu þær Önnu sem var þar til að fagna þessum merku tímamótum. Anna er fyrir löngu síðan flutt úr barnaþorpinu og farin að standa á eigin fótum. „Hvernig finnst þér að koma aftur hingað?“ spyr Eva Önnu.

„Þetta er heimili mitt. Sum börn koma hingað tíu mánaða gömul og eru hér til fimmtán ára aldurs, alla barnæskuna. Ef ég hefði ekki komið hingað væri ég ekki sú sem ég er í dag. Hugsanlega hefði ég ekki lokið grunnskóla. Þannig var það. En hér fær maður uppeldi og fullvissu um eigið ágæti.

Þó maður komi úr slæmum aðstæðum fylgir það manni ekki alla tíð. Hér er allt gert til að veita manni allar nauðsynjar. Hugsið ykkur hve mörg börn hafa notið þessa á þrjátíu árum. Nú á ég möguleika,“ segir Anna og beygir af. Eva fær faðmlag hjá henni.

„Það sýnir hvað þessi staður og starfsfólkið er magnað. Að eiga heimili og vera með fólki sem sinnir manni í uppvextinum, rétt eins og þið upplifðuð með foreldrum ykkar. Þetta er svolítið frábrugðið því en alveg eins fallegt,“ segir Anna í samtalinu við Evu og Tinnu.

Þetta breytti lífi hennar

„Viðtalið við Önnu var innsýnin sem við fengum inn í hvernig lífið er hjá börnunum, sem að alast upp í SOS barnaþorpunum. Þetta breytti lífi hennar, bara fullkomlega. Og gerði það að einhverju fallegu,“ segir Eva Ruza.

Eva Ruza og Tinna tóku viðtalið við Önnu inni í SOS barnaþorpinu í Lekenik. Eva Ruza og Tinna tóku viðtalið við Önnu inni í SOS barnaþorpinu í Lekenik.
Ég segi fólki aldrei að þú sért mín önnur móðir. Ég segi að þú sért móðir mín. Anna í bréfi til SOS mömmu sinnar.

Anna geislar af sjálfstrausti og þann eiginleika þakkar hún SOS mömmu sinni Maricu sem veitti henni alltaf stuðning og hvatningu. Þegar Anna flutti á ungmennaheimili barnaþorpsins sem er liður í undirbúningi fyrir fullorðinsárin, skrifaði hún SOS mömmu sinni tilfinningaþrungið bréf sem í stóð; „Ég segi fólki aldrei að þú sért mín önnur móðir. Ég segi að þú sért móðir mín.“

Anna og SOS móðir hennar Marica. Anna og SOS móðir hennar Marica.

Dreymir um atvinnumennsku í áströlskum fótbolta

SOS móðirin Marica hvatti Önnu til að elta drauma sína og það hefur hún svo sannarlega gert. Hún stundaði háskólanám í heimaborg sinni Zagreb og fór í skiptinám til Parísar. Anna fór fyrir tilviljun að æfa ástralskan fótbolta sem hún heillaðist af og spilaði meira að segja með króatíska kvennalandsliðinu á Evrópumótum. Hæfileikar Önnu í íþróttinni leiddu hana til sjálfrar Ástralíu þar sem hún sótti framhaldsnám og elti draum sinn um atvinnumennsku í áströlskum fótbolta.

Anna er hæfileikarík íþróttakona og fann sig vel í áströlskum fótbolta. Anna er hæfileikarík íþróttakona og fann sig vel í áströlskum fótbolta.
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði