SOS sögur 16.september 2025

Litla bakaríið hennar Everlyn

Litla bakaríið hennar Everlyn


Everlyn er 28 ára og hefur ekki alltaf haft skýra stefnu í lífinu. Hún ólst upp hjá ömmu sinni í Mombasa í Keníu þar sem foreldrar hennar gátu ekki séð um hana. Tvítug flutti hún til Dar es Salaam, stærstu borgar Tansaníu. Þar mætti hún fordómum og varð fyrir áreitni.

Þegar hún sneri aftur til Mombasa kynntist hún eiginmanni sínum. Þau stóðu þó frammi fyrir erfiðleikum þar sem bæði voru án atvinnu. En árið 2023 opnuðust nýjar dyr. Everlyn frétti af námskeiði SOS Barnaþorpanna, „Vijana Na Skillz“, sem hjálpar ungu fólki að sérhæfa sig í ýmsum faggreinum. 

Everlyn starfrækir lítið bakarí heima hjá sér. Everlyn starfrækir lítið bakarí heima hjá sér.

Lærði að vera bakari

Námskeiðið er hluti af verkefninu „Leave No Youth Behind“, sem vinnur að því að skapa ungmennum betri framtíð. Everlyn greip tækifærið og fór í læri hjá reyndum bakara. Í dag hefur hún komið sér upp litlu heimabakaríi í stofunni sinni, sem hún auglýsir á samfélagsmiðlum.

Fyrir hverja köku sem hún selur leggur Everlyn pening til hliðar með einum stórum draumi í huga: að opna sitt eigið bakarí í framtíðinni.

Að vera frumkvöðull gefur mér sjálfstraust. Ég get unnið sjálfstætt og skapað mér gott líf – án þess að nokkur geri mér lífið erfitt. Everlyn
Everlyn geislar af sjálfstrausti. Everlyn geislar af sjálfstrausti.

Þessi saga af Everlyn er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum verkefnum sem SOS Barnaþorpin standa fyrir til að auka möguleika barna og ungmenna í lífinu. Sem dæmi má nefna að SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna atvinnueflingu ungs fólks í Sómalílandi eins og við höfum áður greint frá.

Sjá einnig: Ætl­aði í bif­véla­virkj­un en opn­aði sauma­stofu

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr