SOS sög­ur 22.ágúst 2023

Lang­þráð­ir end­ur­fund­ir Kalla og tví­bur­anna

Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna

Hún var til­finn­inga­þrung­in stund­in þeg­ar Karl Jón­as Gísla­son hitti tví­bura­bræð­urna Ísak og Samú­el í SOS barna­þorpi í Eþí­óp­íu fyrr á þessu ári. Kalli og tví­bur­arn­ir bund­ust órjúf­an­leg­um bönd­um fyr­ir lífs­tíð þeg­ar hann bjarg­aði lífi þeirra ný­fædd­um árið 2012. Hann heim­sótti þá ár­lega til árs­ins 2018 en síð­an ekki aft­ur í nærri fimm ár. Við feng­um að festa end­ur­fund­ina á filmu og afrakst­ur­inn má sjá í með­fylgj­andi mynd­bandi.

Þá kom SOS á Ís­landi inn í og bjarg­ar lífi þeirra

Mörg mun­um við eft­ir Kalla sem bjarg­aði lífi ný­fæddra tví­bura­bræðra í Eþí­óp­íu árið 2012. Þeir áttu að deyja til að aflétta bölv­un sem tal­in var hvíla á þeim. Kalla tókst að koma drengj­un­um á ör­uggt heim­ili í SOS barna­þorp­inu í Hawassa þar sem þeir búa enn í dag og eru orðn­ir 11 ára. Þessu hef­ur Kalli áður sagt frá í fjöl­miðl­um og hér á sos.is.

Sjá líka: Tví­bur­arn­ir sem Kalli bjarg­aði orðn­ir 10 ára

„Þetta er bara ein­hvern veg­inn krafta­verk frá upp­hafi til enda. Að­stæð­urn­ar þarna nið­ur­frá voru þannig að það þurfti að taka strák­ana út úr þess­um að­stæð­um. Ein­asta björg­un­in var að koma þeim á mun­að­ar­leys­ingja­hæli. Það vor­um við bún­ir að reyna. Það gekk ekki og þá kom SOS á Ís­landi inn í og í raun­inni bjarg­ar lífi þeirra,“ seg­ir Kalli en get­ur ekki út­skýrt til­finn­ing­una þeg­ar hann rifjar han­an upp nú 11 árum síð­ar.

Þeir vita ekki að ég er að koma

„Nú er ég kom­inn til Hawassa og þeir vita ekki að ég er að koma. Ég er al­veg svaka­lega spennt­ur að hitta þá,“ seg­ir Kalli í mynd­band­inu áður en hann svo hitti Ísak og Samú­el. Þarna voru lið­in fjög­ur og hálft ár síð­an þeir hitt­ust síð­ast en þá voru tví­bur­arn­ir á sjö­unda ald­ursári.

Kalli með tvíburana nokkurra daga gamla, haustið 2012. Kalli með tvíburana nokkurra daga gamla, haustið 2012.

Fyrst voru þeir mjög feimn­ir

Strák­arn­ir biðu alltaf óþreyju­full­ir eft­ir heim­sókn­um Kalla þeg­ar þeir voru yngri og komu hlaup­andi á móti hon­um. Nú voru þeir að­eins ró­legri. „Að hitta strák­ana eft­ir þenn­an tíma var bara ómet­an­legt. Fyrst voru þeir mjög feimn­ir. Það eru fjög­ur og hálft ár síð­an síð­ast og það er næst­um helm­ing­ur­inn af æv­inni þeirra. Það var al­veg stór­kost­legt að sjá hvað þeir eru orðn­ir stór­ir,“ sagði Kalli eft­ir heim­sókn­ina á þess­um gleði­ríka degi þar sem Kalli fór með þá í bæ­inn að kaupa fót­bolta og í ís­búð.

Það var ótrúlegt að faðma þá og hvísla að þeim að mér þyki vænt um þá sagði Kalli með tárin í augunum
Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna árið 2023. Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna árið 2023.

Kalli kem­ur bara ein­hvern dag­inn og sæk­ir okk­ur

SOS móð­ir Ísaks og Samú­els sagði Kalla að bræðr­un­um gangi ágæt­lega í skóla en þó örli að­eins á skóla­leiða hjá Ísak.

„Þetta eru krakk­ar hér eins og ann­ars­stað­ar. Hún sagði; Kalli, þú þarft að tala að­eins við þá því að þeg­ar ég er að reyna að fá þá til að læra bet­ur heima, þá segja þeir bara að þetta verði allt í lagi, Kalli kem­ur bara ein­hvern dag­inn og sæk­ir okk­ur. En það er ekki til­fell­ið sko. Mamma þeirra hef­ur reynst þeim al­veg ein­stak­lega vel. Þetta eru strák­arn­ir henn­ar. Henni þyk­ir vænt um þá eins og þetta væru henn­ar eig­in dreng­ir. Þetta er heim­ili. Það er stóri hlut­inn í þessu. Þeir njóta um­hyggju og vænt­umþykju,“ sagði Kalli og gerði hlé á máli sínu. Til­finn­ing­arn­ar tóku völd­in.

Kalli sýnir Samúel gamlar myndir í símanum. Kalli sýnir Samúel gamlar myndir í símanum.

Að elska kost­ar alltaf

„Það er bara rosa­lega erfitt út­skýra hvað það er að láta sér þykja vænt um. Strák­arn­ir vita það og ég veit það. Það næg­ir. SOS Barna­þorp­in eru fyr­ir mér fram­leng­ing á kær­leika og um­hyggju sem all­ir geta tek­ið þátt í. Því við höf­um af nógu að taka heima á Ís­landi. Það er ekki hægt að tapa á þessu. Að elska kost­ar alltaf. Þeg­ar upp er stað­ið er það alltaf þess virði. Ísak og Samú­el eru sönn­un þeess.“

Myndataka: Guðmundur Karl Brynjarsson
Klipping og frásögn: Hans Steinar Bjarnason

Fjall­að var um sögu Kalla og tví­bur­anna í Ís­landi í dag á Stöð 2 árið 2019 og hér má rifja þá um­fjöll­un upp.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr