SOS sög­ur 29.júní 2017

Lang­ar að opna bakarí

Neila fædd­ist fyr­ir 21 ári í fá­tæk­asta hluta Naíróbí í Ken­íu. Mamma mín dó þeg­ar ég var átta ára og þá þurfti ég að læra að elda til þess að hjálpa pabba og yngri syst­ur minni. „Það góða við það var að ég fékk áhuga á elda­mennsku sem hef­ur nýst mér vel,“ seg­ir Neila.

Síð­ustu árin hafa ver­ið erf­ið fyr­ir fjöl­skyld­una en fað­ir þeirra vann all­ar stund­ir til að geta séð fyr­ir stúlk­un­um. Fyr­ir þrem­ur árum, þeg­ar Neila var átján ára hóf hún nám í verk­náms­skóla SOS Barna­þorp­anna til þess að læra að verða kokk­ur.

„Við vor­um mjög hepp­in. Fljót­lega eft­ir að mamma dó kom­umst við í kynni við SOS Barna­þorp­in sem borg­uðu fyr­ir okk­ur skóla­gjöld, skóla­bún­inga og náms­gögn. Ann­ars hefð­um við aldrei far­ið í skóla,“ seg­ir hún. „Og nú fæ ég að­stoð frá þeim til að vera í kokka­námi.“ Syst­ir Neilu er í við­skipta­fræði í há­skóla og fær að­stoð frá SOS Barna­þorp­un­um til þess.

IMG_7432-stor.jpgMóð­ir systr­anna lést úr HIV og eru þær báð­ar ásamt föð­ur sín­um smit­að­ar. „Pabbi er með að­gang að heilsu­gæslu SOS þar sem hann fær umönn­un og lyf og við höf­um báð­ar feng­ið fræðslu um hvernig það er að lifa með sjúk­dómn­um,“ seg­ir Neila.

Á síð­asta ári var hluti af námi Neilu að fara í starfs­nám. „Fín­asta hót­el­ið í Mombasa (önn­ur stærsta borg lands­ins) réð mig, ég ætl­aði varla að trúa því,“ seg­ir Neila. „Þar fékk ég ótrú­lega góða reynslu og lærði af bestu kokk­um lands­ins. Neila út­skrif­ast sem kokk­ur í  nóv­em­ber og von­ast til að fá vinnu fljót­lega eft­ir það. „Mig lang­ar til að fá vinnu á svona flottu hót­eli og seinna meir lang­ar mig til að opna veit­inga­stað eða jafn­vel bakarí. Ég elska að baka,“ seg­ir Neila.

„Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég hefði aldrei getað ímynd­að mér að ég kæm­ist á þenn­an stað,“ seg­ir Neila að lok­um. 

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr