SOS sögur 30.október 2018

Lærði að ofbeldi var ekki rétt uppeldisaðferð

Sem Fjölskylduvinur SOS Barnaþorpanna á Íslandi geturðu gengið að því vísu að framlagi þínu er ráðstafað í Fjölskyldueflingu SOS, annað hvort í Callao í Perú eða í Tulu Moye í Eþíópíu. Fjölskyldueflingarverkefni SOS ganga út á að sárafátækar barnafjölskyldur í nágrenni SOS barnaþorpa fá aðstoð frá samtökunum til sjálfshjálpar svo þær getið séð fyrir börnum sínum og mætt grunnþörfum þeirra.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

Aðstoðin er margþætt og flest meðal annars í formi fræðslu um atvinnurekstur, lán á lágum vöxtum, greiðslu skólagjalda og skólagagna, heilbrigðisþjónustu og mataraðstoðar. Markmið Fjölskyldueflingarinnar er að koma í veg fyrir að foreldrar þurfi að láta börnin frá sér eins og raunin er því miður allt of oft.

Ofbeldi þykir eðlilegt í barnauppeldiPeru_CVCallao_DaniellePereira-6.jpg

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna tvö Fjölskyldueflingarverkefni, annars vegar í Tulu Moye í Eþíópíu og hins vegar í Perú. Verkefnið í Perú er í Callao í útjaðri höfuðborgarinnar Líma. Það hefur einnig þróast út í að vinna á þjóðfélagsmeini þar í landi sem lýsir sér í ofbeldi foreldra á börnum sínum. Ofbeldið er menningarlegt og þykir eðlilegur hluti af barnauppeldi í Perú.

Börnin beittu önnur börn ofbeldi

Laura Vela sem nú er 36 ára var ein af fyrstu mæðrunum sem fengu aðstoð SOS Barnaþorpanna í Callao með börn sín fyrir 17 árum. Maður hennar var atvinnulaus og á þeim tíma leitaði hún að mat í ruslagámum veitingastaða. Síðar þegar börnin þeirra tvö, Rafael og Rosa, fóru að sækja samfélagsmiðstöð SOS Barnaþorpanna komu alvarleg hegðunarvandamál þeirra í ljós sem lýstu sér í grimmilegu ofbeldi í garð annarra barna.

Þessi hegðun reyndist bein afleiðing af hegðun foreldranna gagnvart þeim sjálfum og með fræðslu SOS Barnaþorpanna lærði Laura að þetta voru ekki réttu uppeldisaðferðirnar. Eftir því sem Laura kom betur fram við Rafael og Rosu, því betri varð hegðun þeirra. Þriðja og yngsta barn hennar er hin 6 ára Francisca sem fær mun ástríkara uppeldi en eldri systkini sín fengu á þessum tíma.

Ég öskraði of mikið á börnin

„Minn stærsti galli er að ég öskraði of mikið [á börnin] en ég er miklu betri í dag. Ég kem betur fram við Franciscu en ég gerði við eldri systkini hennar.“ segir Laura sem hefur lært að útskýra fyrir börnum sínum í stað þess að öskra. „SOS gætti sonar míns og ég gat loksins farið að vinna. Ég hafði aldri verið í vinnu áður.“ segir Laura sem í dag er orðin forseti samfélagsmiðstöðvarinnar. Þá rekur hún lítið fyrirtæki og keyrir fólk um á mótorhjóli sínu líkt og á leigubíl og þannig þéna þau hjú laun til að framfleyta fjölskyldunni.

Tala, ekki öskraPeru_CVCallao_DaniellePereira-21.jpg

„Við viljum að foreldrar tali við börnin sín í stað þess að öskra. Ef við endurtökum hegðun foreldra okkar gagnvart börnunum okkar þá slítum við aldrei þessa ofbeldiskeðju.“ segir Mayra Diaz, fjölskylduráðgjafi hjá SOS í Callao.

SOS Barnaþorpin í Callao aðstoða um 500 fjölskyldur sem leitað hafa aðstoðar vegna fátæktar, heimilisofbeldis, þungana táningsstúlkna og samfélagslegs varnarleysis.

Vilt þú gerast SOS-fjölskylduvinur?

Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna á Íslandi geta valið um að greiða frá 1.000 krónum á mánuði upp í hærri fjárhæðir. Hér er hægt að gerast SOS-fjölskylduvinur.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði