SOS sög­ur 12.maí 2015

„Hér eign­að­ist ég nýja fjöl­skyldu“

„Hér eignaðist ég nýja fjölskyldu“

Tor­res var átta ára þeg­ar hann kom í SOS Barna­þorp­ið í Tete í Mósam­bík eft­ir að for­eldr­ar hans lét­ust í borg­ara­styrj­öld sem geis­aði í land­inu frá 1977-1992. Í dag er hann 33 ára eig­in­mað­ur og fað­ir þriggja barna. Hann býr í höf­uð­borg­inni Maputo þar sem hann starfar á lands­skrif­stofu SOS Barna­þorp­anna.

SOS Barna­þorp­in í Mósam­bík hafa ver­ið stór part­ur af lífi Tor­res í 26 ár. „Ég get ekki ímynd­að mér hvernig líf mitt væri í dag ef SOS Barna­þorp­in hefðu ekki gef­ið mér nýtt heim­ili. Hér eign­að­ist ég nýja fjöl­skyldu, fékk að mennta mig og vera hluti af góðu sam­fé­lagi. Það var eins og líf mitt hæf­ist upp á nýtt,“ seg­ir Tor­res. „Í dag starfa ég fyr­ir sam­tök­in og það gleð­ur mig að geta hjálp­að börn­um sem eru í sömu spor­um og ég var eitt sinn í.“ 

Tor­res reyn­ir að heim­sækja þorp­ið og SOS móð­ur sína eins oft og hægt er. „Ég sakna mömmu mik­ið. Hún er klett­ur­inn í mínu lífi og á ég henni margt að þakka.“ Tor­res seg­ist eiga marg­ar góð­ar minn­ing­ar úr barna­þorp­inu. „Mér fannst mjög gam­an að spila fót­bolta og var alltaf í treyju núm­er níu. En það var ekki eins gam­an að þvo treyj­una eft­ir leiki,“ seg­ir hann og hlær. „Mér fannst skemmti­legra að vinna í garð­in­um og gerði stund­um sam­komu­lag við mömmu um að vinna þar í stað þess að þvo treyj­una. Þá fannst mér líka gam­an að baka og var dug­leg­ur við það.“

Maria Helena da Costa er SOS móð­ir Tor­res og á einnig góð­ar minn­ing­ar frá þess­um tíma. „Tor­res er ynd­is­leg­ur. Hann kom í barna­þorp­ið í kjöl­far borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar og var ekki við góða heilsu. Þeg­ar ég hitti hann fyrst leit hann ekki vel út en hann var í rifn­um og skít­ug­um föt­um og var ofsa­lega hor­að­ur. Næsta dag fór hann í lækn­is­skoð­un sem kom þó ágæt­lega út. Hann nærð­ist vel næstu vik­urn­ar og jafn­aði sig smám sam­an.“

Maria seg­ir Tor­res hafa ver­ið góð­an strák sem kom sér þó oft í kland­ur. „Ég fékk stund­um skila­boð frá skól­an­um um að hann ætti erfitt með að hafa hljóð,“ seg­ir hún og hlær. „Það var sko aldrei logn­molla í kring­um Tor­res. Hann gat feng­ið alla til að hlæja og stund­um fékk mað­ur verki í mag­ann eft­ir hlát­urskast með hon­um,“ seg­ir þessi stolta móð­ir.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr