SOS sögur 14.desember 2018

Götubarn varð íþróttastjarna

Götubarn varð íþróttastjarna

Þegar Jorge Mena var 8 ára hljóp hann um götur höfuðborgar Panama í Suður Ameríku og betlaði pening fyrir næstu máltíð. Jorge er 26 ára í dag og enn að hlaupa en í þetta sinn hvattur áfram af þúsundum manna sem afreksmaður í frjálsum íþróttum.

Jorge bjó í skúr með móður sinni og tveimur systkinum og betlaði daglega úti á götu. Dag einn bauðst honum að flytja í SOS barnaþorpið Penonomé sem gladdi hann mjög og þá aðallega af einni ástæðu. „Ég var bara svo ánægður með að þar var alltaf til matur,“ segir Jorge sem fór fljótlega að líða vel í þorpinu.

„Ég var ekki vanur svona móður- og fjölskyldulegri ást fyrr en í þorpinu. Ég fann þessa hlýju, einhver hlustaði á mig og var með mér. Mér fannst ég hafa eignast fjölskyldu.“

Undrabarn í íþróttum

Jorge reyndist vera undrabarn í íþróttum og fyrir tilstuðlan íþróttakennara hans fór Jorge að taka íþróttaiðkun sína mjög alvarlega. Árið 2010 var hann farinn að stunda tugþraut af miklu kappi og vinna hver verðlaunin á fætur öðrum, bæði heima í Panama og á alþjóðlegum mótum.

Útskrifaður úr háskóla

Eftir að hafa lokið grunnskólanámi í SOS barnaþorpinu árið 2011 fékk hann skólastyrk fyrir háskólanámi í Bandaríkjunumm. Þar hélt hann áfram að vinna til verðlauna á íþróttamótum og velgengni hans virðist engan endi ætla að taka. „Mér finnst að íþróttirnar hafi gefið mér tækifæri á að verða eitthvað í lífinu. Þrátt fyrir erfiða æsku hef ég blómstrað og það á ég kennurunum og fjölskyldunni í SOS barnaþorpinu að þakka.“ Jorge útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum sl. vor í viðskiptum og stjórnun og hefur sett stefnuna á masters gráðu í upplýsingatækni.

Stefnir á Ólympíuleikana

Ekki nóg með það þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna á íþróttamótum og draumur hans er að keppa fyrir Panama í tugþraut á Ólympíuleikunum í Tokyo árið 2020.

„Það yrði mesta afrek lífs míns og hefur alltaf verið minn æðsti draumur að vera fulltrúi þjóðar minnar á Ólympíuleikunum. Ég vil að fólk þekki mig og það sem ég hef gengið í gegnum. Ég vil gera þetta fólk stolt líka.“

PA_Alumni Jorge Mena- AlejandraKaiser03.jpg

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði