SOS sög­ur 28.ágúst 2018

Fundu ný­fætt barn á ruslahaugi

Ho­ney rauk út úr hús­inu þeg­ar hún heyrði sker­andi ösk­ur ná­granna. Á ruslahaugi á bygg­ing­ar­svæði bak við heim­ili henn­ar lá ný­fætt og yf­ir­gef­ið barn, vaf­ið inn í rauð­leit­an klút og íklætt stór­um grá­um bol. Þenn­an dag, 13. des­em­ber 2015, fjölg­aði óvænt um eina mann­eskju í lít­illi fjöl­skyldu í höf­uð­borg­inni Har­geisa í Sómalílandi. Ho­ney sem þarna var 16 ára, hafði fund­ið nýja syst­ur.

„Þetta var klukk­an 10 að morgni. Ég man greini­lega þeg­ar Ho­ney kom inn með stúlk­una í fang­inu.“ seg­ir Su'ad, móð­ir Ho­ney. „Eng­inn ná­grann­anna þorði að taka litlu stúlk­una upp af ótta við smit­hættu svo hún lá bara þarna á ruslahaugn­um og grét. Við Ho­ney tók­um að okk­ur að sjá um stúlk­una þang­að til við viss­um hvað við ætt­um að gera við hana.“

Hélt að barna­upp­eldi væri að baki

Eig­in­mað­ur Su´ad, Abdira­hm­an, kom heim úr vinn­unni síð­deg­is en hann vinn­ur sem vöru­bíl­stjóri. Hann er 63 ára og var bú­inn að úti­loka frek­ara barna­upp­eldi en auk Ho­ney eiga þau tvö upp­kom­in börn. Fjöl­skyld­an ákvað engu að síð­ur að taka að sér litlu stúlk­una og gaf henni nafn­ið Asha. „Hún er blóm­ið í hús­inu. Við elsk­um hana mjög mik­ið.“ seg­ir Abdira­hm­an.

Asha er nú tveggja ára og hjón­in urðu SOS-fóst­ur­for­eldr­ar þeg­ar slíkt verk­efni var sett á lagg­irn­ar árið 2016. SOS greið­ir þeim sem nem­ur rúm­um fimm þús­und krón­um á mán­uði fyr­ir mat og föt­um á Öshu. SOS greið­ir einnig lækn­is­kostn­að ef Asha veikist og náms­gjöld þeg­ar hún verð­ur eldri. Mán­að­ar­laun Abdira­hm­an eru rúm­ar 20 þús­und krón­ur.

Abdira­hm­an sér ekki sól­ina fyr­ir litlu stúlk­unni. „Hún er Guðs­gjöf og glæð­ir heim­il­ið lífi. Mér líð­ur hræði­lega þeg­ar hún veikist og finnst eins og eitt­hvað vanti í hús­ið. Ég elska að leika við hana.“

Þrjú þús­und börn búa á göt­unni

Þeg­ar fjöl­skylda verð­ur SOS-fóst­ur­fjöl­skylda í Sómalíulandi fær hún fjár­stuðn­ing vegna upp­eld­is­ins og er und­ir eft­ir­liti fé­lags­ráð­gjafa sam­tak­anna. SOS Barna­þorp­in eru með svip­uð verk­efni í fjölda annarra Afr­íku­þjóða. 11% barna í Sómalíulandi hafa misst ann­að for­eldri sitt eða bæði og áætl­að er að um þrjú þús­und börn búi á göt­unni í höf­uð­borg­inni Har­geisa.


Asha er ekki raunverulegt nafn stúlkunnar. Það var búið til fyrir þessa frásögn af persónuverndarástæðum. 
Frásögn og viðtal: Anders Bobek, SOS Barnaþorpunum í Danmörku. Ljósmyndir: Lars Just.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr