SOS sögur 10.ágúst 2021

Foreldrar yfirgáfu barn með Downs

Foreldrar yfirgáfu barn með Downs

Foreldrar Péturs treystu sér ekki til að ala upp barn með Downs heilkenni svo þau yfirgáfu hann þegar hann var mjög ungur. Pétur litli flakkaði á milli fósturheimila fyrstu árin og líf hans var erfitt.

Hann fékk ekki fullnægjandi umönnun og var veitt lítil athygli. Hann var yfirleitt skilinn útundan og hann horfði á sjónvarp allan daginn í stað þess að vera úti að leika við önnur börn. Hann var vanmetinn og honum leið ekki eins og hann tilheyrði fjölskyldu. Hann var einmana en enginn veitti því athygli.

Nýtt líf í SOS barnaþorpi

Loks kom að því dag einn að Pétur flutti í SOS barnaþorp á Balkanskaganum í Suðaustur-Evrópu og þetta var dagurinn sem breytti lífi hans til hins betra. Hann fékk nýja fjölskyldu sem sýndi honum raunverulegan áhuga. Hann eignaðist nýja fjölskyldu fyrir lífstíð með SOS-móður og fjölda systkina. Hann upplifir það nú í fyrsta skipti hvernig er að tilheyra fjölskyldu. Ólíkt uppvexti hans fyrstu árin fær hann ást og umhyggju, það er tekið eftir honum, á hann er hlustað og hann getur vaxið og dafnað eins og eðlilegt þykir.

Af persónuverndarsjónarmiðum er ekki gefið upp rétt nafn drengsins eða nákvæm staðsetning.

Í meðfylgjandi myndbandi er saga Péturs sögð.

Fordómar gegn fötluðum börnum

Saga Péturs er langt frá því að vera einsdæmi. Börn með Downs eða fötlun af ýmsu tagi eru óvelkomin í mörgum samfélögum heimsins vegna fordóma. Við höfum t.d. áður sagt frá lamaðri stúlku í Gíneu Bissá. Faðir hennar vildi losa sig við stúlkuna eða taka hana af lífi því hann vildi ekki að standa í að eiga fatlað barn. Móðir súlkunnar hins vegar tók það ekki mál og svo fór að maðurinn yfirgaf fjölskylduna og eftir stóð einstæð og heimilislaus sjö barna móðir.

Hjá SOS Barnaþorpunum búa mörg börn með fötlun eða Downs sem áður voru umkomulaus en eiga nú heimili, fjölskyldu og ganga í skóla.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði