SOS sögur 22.apríl 2016

Foreldralausir í Finnlandi

Fyrstu íbúarnir á ungmennaheimili SOS í Jyväskylä í Finnlandi komu frá Afganistan og Írak. Um var að ræða drengi á aldrinum 14 til 17 ára sem komu án foreldrafylgdar til Finnlands. Sumir þeirra töluðu ensku en aðrir ekki, svo áskorunin var mikil.

Drengirnir eiga það allir sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimaland sitt. Babur er sextán ára frá Afganistan. Hann ferðaðist til Evrópu með smyglurum en foreldrar hans eru látnir. „Ég fór frá Afganistan til Íran, þaðan til Tyrklands, Makedóníu, Serbíu, Króatíu, Ungverjalands, Austurríki, Þýskalands, Svíþjóðar og loks hingað til Finnlands,“ segir hann.

Babur segist ekkert hafa vitað um Finnland áður en hann kom en hann sé afar ánægður. „Þetta er mjög friðsælt land og góður staður til að búa á. Hér langar mig til að vera áfram ef ég fæ leyfi til þess,“ segir hann.

Rashidi er sautján drengur frá Afganistan. Hann ætlaði að ferðast til Evrópu með foreldrum sínum og litla bróður en varð viðskila fjölskyldu sína rétt fyrir brottför. „Við vorum öll að fara í bátinn og mér var sagt að fara fyrst. Svo áttu hin að koma en þau komu aldrei. Ég veit ekkert hvað gerðist,“ segir hann.

„Ferðin til Finnlands var mjög löng og ég var hræddur allan tímann. Við fórum í gegnum mörg lönd og ég vissi í raun ekkert hvert ég var að fara. Mér fannst skelfilegast að vera úti á miðju hafi á litlum gúmmíbát með 45 öðrum einstaklingum.“

tpa-picture-76880.JPGFjölmörg börn án foreldrafylgdar hafa komið til Finnlands á undanförnum mánuðum. SOS Barnaþorpin í landinu ákváðu því í samráði við yfirvöld að opna ungmennaheimili fyrir þau börn. Helst er um að ræða drengi á unglingsaldri en einnig ung börn sem urðu viðskila foreldra sína á leið til Evrópu.

Drengirnir sem búa á ungmennaheimilinu í Jyväskylä eru afar vel liðnir í samfélaginu, að sögn Sami Paltamaa, kennara drengjanna.  „Eftir tvær vikur í landinu voru þeir allir byrjaðir í skóla. Fjórum mánuðum síðar eru þeir flestir byrjaðir að tala finnsku, en þeir fá kennslu í tungumálinu hjá SOS. Svo eru þeir svo jákvæðir, kurteisir og tilbúnir að leggja hart að sér. Finnsk börn gætu svo sannarlega lært margt af þeim,“ segir hann og brosir.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði