SOS sög­ur 14.október 2015

„Ekk­ert barn á þetta skil­ið“

Eftirfarandi frásögn er skrifuð af starfsmanni SOS Barnaþorpanna sem staðsettur er í neyðarbúðum SOS í Serbíu. Mikill fjöldi flóttafólks kemur yfir landamærin til Serbíu þessa dagana en á tuttugu mínútna fresti koma rútur frá Króatíu.Þegar komið er til Serbíu halda sumir strax í átt að næstu landamærum á meðan aðrir stoppa um stund í neyðarbúðum SOS sem sinna neyðaraðstoð við landamærin. Þar er hægt að hvíla sig, fá mat, vatn og aðrar nauðsynjar.

Ég rek aug­un í unga konu sem er með lít­ið barn í burðar­poka fram­an á sér. Hún reyn­ir að taka hýð­ið af ban­ana en hend­ur henn­ar skjálfa svo mik­ið að það geng­ur erf­ið­lega. Barn­ið græt­ur og því sveifl­ar kon­an sér frá hægri til vinstri í von um að hugga það.

Ég labba í átt að henni og út­skýri að ég sé starfs­mað­ur SOS og spyr hvernig hún hafi það.

Unga kon­an and­varp­ar og bros­ir svo til mín. „Þetta er Ma­rita. Hún er þrett­án mán­aða en við kom­um frá Dam­askus í Sýr­landi. Við erum hér með bróð­ur mín­um,“ seg­ir hún.

Hend­ur kon­unn­ar skjálfa enn og ég spyr hvort hana vanti eitt­hvað. „Nei þetta er allt í lagi, ég fékk hrein­læt­ispakka frá ykk­ur þeg­ar ég kom fyrst yfir landa­mær­in.“

Ég sé á ungu kon­unni að líð­an henn­ar er ekki góð og spyr því hvort það sé ekk­ert fleira. Hún horf­ir á mig og tár­in byrja skyndi­lega að streyma nið­ur kinn­arn­ar. „Ég fann blóð í stóln­um henn­ar Ma­ritu fyr­ir nokkr­um dög­um. Hún hef­ur ekki kúk­að í marga daga. Ég fór í apó­tek á leið­inni hing­að og var ráðlagt af starfs­fólk­inu þar að gefa henni svona hægð­ar­los­andi lyf,“ seg­ir hún og tek­ur upp stóra flösku. „Ég hef ekki enn þor­að að gefa henni.“

Ég segi ungu kon­unni að það sé lækn­ir á veg­um SOS í neyð­ar­tjaldi rétt hjá og spyr hvort hún vilji ekki koma þang­að. Hún þigg­ur það með þökk­um.

Á leið­inni í tjald­ið spyr ég hversu lengi hún hef­ur ver­ið á ferð­inni. „Of lengi,“ seg­ir hún og tár­in halda áfram að streyma. „Ég veit það ekki, kannski mán­uð. Pabbi Ma­ritu er enn í Dam­askus en við höfð­um ekki efni á að fara öll. Von­andi nær hann að safna pen­ing fyr­ir fari. Allt okk­ar líf í Sýr­landi er horf­ið, hús­ið, bíll­inn og for­eldr­ar okk­ar.“

Við kom­um að tjald­inu. Starfs­fólk­ið sér litlu stúlk­una og seg­ir okk­ur að koma fram fyr­ir röð­ina. Á móti okk­ur tek­ur eldri mað­ur sem kynn­ir sig sem lækni. Hann geifl­ar sig fram­an í Ma­ritu sem bros­ir.

tpa-picture-76055.JPGMóð­ir Ma­ritu seg­ir lækn­in­um það sama og okk­ur. Mað­ur­inn lít­ur á hægða­lyf­ið og hrós­ar henni fyr­ir að hafa ekki gef­ið Ma­ritu lyf­ið þar sem það væri fyr­ir full­orðna. „Hún væri mik­ið veik­ari ef hún hefði inn­byrt þetta. Hvað hef­ur hún ver­ið að borða?“ spyr hann.

„Í Sýr­landi bjó ég til mauk úr tómöt­um og alls kyns ávöxt­um. Nú er hún að­al­lega að borða svona mauk og þurr­mjólk,“ út­skýr­ir unga kon­an og tek­ur upp pakkn­ing­ar.

„Hún þarf að fá meira vatn,“ seg­ir lækn­ir­inn og skrif­ar nið­ur leið­bein­ing­ar. Þá nær hann í nokkr­ar krukk­ur af barna­mat og rétt­ir ungu kon­unni. „Gefðu henni þetta en bættu við vatni. Þá batn­ar henni fljótt. Á með­an þú ert mamma henn­ar er hún í afar góð­um hönd­um.“

Unga kon­an þakk­ar lækn­in­um fyr­ir og er greini­lega létt. „Það var gott að heyra þetta,“ seg­ir hún og bros­ir. „Nú get­um við hald­ið ferð­inni áfram en mig lang­ar að kom­ast til Sví­þjóð­ar. Frændi minn býr þar og ég von­ast til að geta feng­ið vinnu fljót­lega en ég er mennt­að­ur kenn­ari.“

Ég tek utan um hana og seg­ist vera viss um að hún eigi eft­ir að kenna aft­ur. Svo kem­ur mað­ur­inn þinn fljót­lega líka. Ma­rita þarf nú að eign­ast systkini, er það ekki?“. Hún lít­ur á mig sorg­mædd á svip. „Nei ég ætla ekki að eign­ast fleiri börn. Ég get ekki gert þeim það. Ég er með mik­ið sam­visku­bit yfir því sem Ma­rita hef­ur þurft að ganga í gegn­um. Ekk­ert barn á þetta skil­ið,“ seg­ir unga kon­an áður en hún vink­ar okk­ur og held­ur för­inni áfram.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr