SOS sögur 15.júní 2018

Ef ég get þetta ekki, hvað getur maður þá?

Hin tvítuga Santoshi sem alist hefur upp í SOS Barnaþorpinu Kavre í Nepal, á Ingu Rósu Joensen margt að þakka. Inga Rósa hefur í um 15 ár verið styrktarforeldri Santoshi sem nú stundar BA-nám í viðskipta- og lögfræði við háskólann í Kathmandú.

„Ég er á minni þriðju önn. Mér finnst ég einstaklega heppin að fá ást og umhyggju frá manneskju sem þekkir okkur ekki. Ég er mjög þakklát styrktarforeldrum SOS.“ sagði Santoshi í viðtali við Þóru Tómasdóttur kvikmyndagerðarkonu sem ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur, velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, heimsótti Barnaþorpið Kavre í nágrenni Katmandú, höfuðborgar Nepal.

Um 140 börn búa í SOS barnaþorpinu Kavre með SOS fjölskyldum og fá tækifæri til að mennta sig og alast upp í ástríku fjölskylduumhverfi. Nokkur þeirra fá hjálp frá íslenskum styrktarforeldrum eins og Ingu Rósu.

„Ég er að vinna á leikskóla og á eina dóttur og einn dótturson. Það eru svona 15-16 ár síðan ég byrjaði að styrkja Santoshi.“ segir Inga Rósa sem hugsar til þess hversu mikill aðstöðumunur er á umhverfinu á Íslandi og í Nepal.

„Til dæmis þá hugsa ég að nú er svo lítið eftir af peningum hjá mér því ég er ekki með há laun. En þá hugsa ég bara, ef ég get þetta ekki, hvað getur maður þá?“ segir Inga Rósa.

Fyrir 3,900 krónur á mánuði getur þú gerst SOS styrktarforeldri hér á heimasíðunni

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði