SOS sögur 15.júlí 2022

Atvinnulaus í þrjú ár þrátt fyrir háskólamenntun

Atvinnulaus í þrjú ár þrátt fyrir háskólamenntun

Sacda útskrifaðist með háskólagráðu í stjórnmálafræði í Sómalílandi árið 2016 en henni gekk illa að sækja um starf í framhaldinu. „Eftir námið var ég atvinnulaus í þrjú ár og það dró úr mér allan kjark," segir Sacda sem að lokum sá auglýsingu um námskeið á vegum SOS Barnaþorpanna sem hjálpaði henni að sækja um vinnu.

SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið The Next Economy sem hjálpar ungmennum í Sómalíu og Sómalílandi að sækja um vinnu eða koma á eigin atvinnurekstri. Þar er atvinnuleysi ungmenna um 70% og þennan hóp ásælast hryðjuverkahópar. Það undirstrikar mikilvægi verkefnisins sem gengur út á að hjálpa ungmennum að sækja um vinnu eða stofna eigin atvinnurekstur með þjálfun í helstu nauðsynlegum þáttum.

Var farin að leita að starfi erlendis

Hundruð ungmenna hafa hlotið þjálfun og streymt út á vinnumarkaðinn eftir að verkefnið hófst árið 2018. Meðal þeirra er Sacda. „Eftir námið var ég atvinnulaus í þrjú ár og það dró úr mér allan kjark. Fjölskyldan mín var farin að hafa áhyggjur af mér og ég var farin að svipast um erlendis eftir störfum. En þá kom Next Economy mér til bjargar og ég fékk vonina á ný,” segir Sacda sem innritaði sig á námskeið þar sem hún hlaut þjálfun í að nýta sérþekkingu sína til að finna starf við hæfi.

Lærði að þekkja hæfileika sína

Hún starfar nú á skrifstofu í grunnskóla þar sem hún hefur umsjón með ýmsum málefnum nemenda. „Þjálfunin kenndi mér og fleiri ungmennum hvernig við getum mótað okkar framtíð sjálf. Ég er í skýjunum núna því ég er í starfi sem gerir mér kleift að þróa hæfileika mína. Núna er ég full vonar um að ég eigi eftir að styrkjast enn frekar og verða góður stjórnandi í nánustu framtíð.”

Verkefnið Next Economy er fjármagnað að 80% af Utanríkisráðuneytinu og 20% af Heimstaden.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði