SOS sögur 16.ágúst 2018

Ættleiddi sjö systkini sín

Hibo var 15 ára stúlka í Sómalílandi þegar faðir hennar myrti móður hennar fyrir 12 árum. Hann var fangelsaður og í kjölfarið þurfti Hibo að taka á sig gríðarlega skuldbindingu og ættleiða sjö yngri systkini sín. „Ég óttaðist að skyldmenni okkar myndu taka húsið okkar og systkini mín og nota þau sem þræla. Svo ég ákvað að ættleiða þau.“ segir Hibo sem nú er 27 ára og hefur líf fjölskyldunnar gjörbreyst með aðstoð Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.

Dansaði þjóðdans fyrir þúsundkall

Systkinin voru komin í hóp þeirra 11 prósenta barna Sómalílands sem höfðu misst annað eða báða foreldra sína. Hibo lagði margt á sig til að eiga fyrir nauðþurftum. „Ég lærði sómalskan þjóðdans og fékk greitt sem nemur eitt þúsund krónum fyrir að dansa í brúðkaupum og útskriftarveislum. En fólk er ekkert að gifta sig á hverjum degi svo ég þurfti líka að betla af nágrönnum.“ segir Hibo en laun hennar dugðu stundum ekki. Systkini hennar fóru oft svöng í háttinn og þurftu að hætta í skóla.

Opnaði verslun með aðstoð SOS

Líf systkinanna gjörbreyttist fyrir tveimur árum þegar hún fékk styrk frá SOS Barnaþorpunum sem nemur rúmlega 50 þúsund krónum. Penginginn notaði hún til að kaupa ísskáp svo hún gat farið að selja kalda drykki. „Fyrir ágóðann af sölu drykkjanna keypti ég svo annan ísskáp og eldavél. Núna sel ég líka kex, tyggjó, hveiti og annan varning.“ segir Hibo og brosir hringinn. Augu hennar glampa af stolti yfir litlu matvöruversluninni sem hún rekur og er lítil viðbótarbygging við heimili hennar.

Gift fjögurra barna móðir í dag

Fjölskylduhagir hafa heldur betur breyst hjá Hibo sem er nú gift fjögurra barna móðir. Eiginmaður hennar vinnur sem bílstjóri en hann er óvinnufær eftir að hafa handleggsbrotnað í bílslysi. Nokkur systkina hennar eru flutt að heiman, einn bræðra hennar er smiður og ein systirin í hjúkrúnarfræðinámi. Sum eru þó atvinnulaus eins og gildir um 75% ungmenna í landinu. Hibo þarf því enn að sjá fyrir þeim og hún nýtur enn stuðnings SOS Barnaþorpanna sem greiða útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og nauðsynja vegna skólagöngu.

Með aðstoð SOS-fjölskyldueflingarinnar verður fjölskyldan þó sjálfbær í allra nánustu framtíð og Hibo er bartsýn. „Ég hefur sótt námskeið í verslunarrekstri á vegum SOS og stefni á að stækka reksturinn og íbúðina. Ég vona að ég geti svo sent börnin í háskóla. Þau eiga skilið tækifæri á betra lífi en ég hef fengið.“

SOS-fjölskylduvinir halda uppi Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna með framlögum frá 1.000 krónum og upp úr. Þú getur gerst SOS-fjölskylduvinur hér.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði