SOS sögur 2.október 2019

2400 krónur á viku framfleyta fjölskyldunni

Zamzan og eiginmaður hennar Mahamad búa ásamt þremur börnum sínum í litlu hrörlegu húsi í hinu afskekkta þorpi Teromoye í Eþíópíu. Þau eru í Fjölskyldueflingu á vegum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þetta eru allt barnafjölskyldur í sárafátækt sem SOS hjálpar svo þær getið staðið á eigin fótum.

Zamza og Mahamad ásamt tveimur barna sinna

Áttu ekki fyrir mat

Áður en Zamzan og Mahamad fengu aðstoðina frá SOS höfðu þau varla efni á mat fyrir börnin en það hefur breyst núna. Þau nýttu sér möguleika Fjölskyldulefingarinnar á að taka lán á lágum vöxtum til að koma af stað litlum rekstri sem aflar fjölskyldunni tekna. Hjónin kaupa korn í heildsölu og selja það á markaði sem gefur fjölskyldunni tekjur upp á 800 krónur á dag, þrisvar í viku. Þessi upphæð er ekki há á íslenskan mælikvarða en hún getur fleytt fólki talsvert lengra á þessu svæði í Eþíópíu. Til að setja það í samhengi þá kostar hálftíma löng rútuferð til Iteya 35 krónur aðra leið. Þangað þurfa íbúar Teromoye reglulega að sækja vörur og þjónustu.

Zamzan og Mahamad buðu okkur að líta inn á heimili sitt

Zamzan og Mahamad buðu okkur að líta inn á heimili sitt. Neðri myndin er af eldhúsinu.

Eldhúsið

Fengu fræðslu um barnauppeldi

„SOS hefur útvegað okkur ýmsar nauðsynjar eins og skólagögn fyir börnin, fatnað, korn til að selja á markaðnum og líka kennslu í barnauppeldi. Við lærðum t.d. að við eigum ekki að beita harðræði til að aga börnin okkar til. Það eru til margar aðrar leiðir,“ sagði Zamzan í viðtali við Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi.

Liður í samstarfi við Utanríkisráðuneytið er að gera úttektir á vettvangi verkefnisins. Það hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir út árið 2021. Alls eru skjólstæðingar þess 566 foreldrar og 1611 börn þeirra. SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni en hin eru á Filippseyjum og í Perú. Síðastnefnda verkefnið er unnið í samstarfi við SOS í Noregi.

SOS Barnaþorpin eru með alls 575 Fjölskyldueflingarverkefni á heimsvísu og eru skjólstæðingar þeirra samtals um hálf milljón manna.

SOS-fjölskylduvinir taka þátt í fjármögnun Fjölskyldueflingar SOS með frjálsum framlögum að eigin vali.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði