SOS sögur 13.janúar 2023

Úr sárafátækt í fyrirtækjarekstur

Úr sárafátækt í fyrirtækjarekstur

Þetta er hún Esther, einhver harðduglegasta kona í Ngabu í Malaví og þó víðar væri leitað. Fyrir nokkrum árum átti Esther ekki fyrir salti í grautinn og gat ekki séð fyrir börnunum sínum. Starfsfólki SOS Barnaþorpanna á svæðinu var gert viðvart um bága stöðu Estherar og barna hennar og var henni í framhaldinu boðið í fjölskyldueflingu SOS.

Lærði logsuðu

Þetta tækifæri greip Esther fegins hendi og það varð ljóst frá upphafi að hún ætlaði sér ekki að lifa í sárafátækt og láta börnin líða fyrir það. Með mikilli vinnu og eljusemi nýtti Esther sér alla þá aðstoð sem fjölskylduefling SOS býður upp á svo barnafjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Hún hlaut þjálfun í logsuðu og smíði og stofnaði eigið fyrirtæki. Hún útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni árið 2019 og í dag er líf hennar og barnanna gerólíkt því sem áður var.

Reksturinn gekk svo vel hjá Esther að hún opnaði fleiri fyrirtæki. Nú á hún einnig og rekur saumastofu og matvöruverslun og þénar nægar tekjur til að sjá fyrir allri fjölskyldunni og senda börnin í skóla. Við erum svo ótrúlega stolt af Ester og það ættu allir að taka sér hana til fyrirmyndar.

Esther hlaut þjálfun í logsuðu og smíði og stofnaði eigið fyrirtæki. Esther hlaut þjálfun í logsuðu og smíði og stofnaði eigið fyrirtæki.

Íslensk fjölskylduefling í Ngabu

Saga Estherar tengist okkur Íslendingum á ánægjulegan hátt. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega fjölskyldueflingu í nágrenni Estherer í Ngabu í Malaví. Verkefnið nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna.

Fjöl­skyld­urn­ar fá að­stoð í formi mennt­un­ar, heilsu­gæslu, ráð­gjaf­ar, barna­gæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yf­ir­stíga erf­ið­leika og lifa betra lífi sem fjöl­skylda. For­eldr­ar fá að­stoð til að afla sér tekna og með­al úr­ræða eru vaxta­laus smá­lán og samvinna samfélagshópa.

Fjölskyldueflingin okkar í Malaví er styrkt af Utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum.

Nú á Esther einnig og rekur saumastofu og matvöruverslun. Nú á Esther einnig og rekur saumastofu og matvöruverslun.
Esther útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni árið 2019 og í dag er líf hennar og barnanna gerólíkt því sem áður var. Esther útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni árið 2019 og í dag er líf hennar og barnanna gerólíkt því sem áður var.
SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum. Og þú færð endurgreiðslu frá Skattinum.

Mánaðarlegt framlag
1.000 ISK 2.500 ISK 5.000 ISK 7.500 ISK