SOS sögur 10.júlí 2025

Lét eftir sig tvær eiginkonur og 13 börn í sárafátækt

Lét eftir sig tvær eiginkonur og 13 börn í sárafátækt


Fatuma var 31 árs orðin átta barna móðir í Tulu-Moye í Eþíópíu þegar hún missti eiginmann sinn. En hann átti einnig aðra konu sem býr í næsta húsi og eignaðist hún með honum fimm börn. Eftir fráfall eiginmannsins stóðu Fatuma og nágrannakonan eftir einar með öll börnin þrettán og litlar sem engar tekjur til að framfleyta börnunum.

Þær höfðu aðeins efni á að senda tvö af börnunum í skóla og áttu varla fyrir mat. Þegar faðir barnanna var á lífi borðuðu börnin þrisvar á dag en þegar heimilistekjurnar hrundu við fráfall hans fengu börnin bara eina máltíð á dag.

„Rétt svo til að lifa af,“ sagði Fatuma í sjónvarpsþættinum „Föst í fátækt“ sem SOS Barnaþorpin á Íslandi gerðu í tilefni af upphafi Tulu-Moye fjölskyldueflingarinnar árið 2017.

Barnaþrælkun í stað skólagöngu

Í fjölskyldueflingu SOS fylgjum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt þangað til þær geta staðið á eigin fótum. Við upphaf verkefnis okkar í Tulu-Moye 2018 var staða fjölskyldu Fatumu grafalvarleg. Eina leiðin til að lifa af var að láta börnin frá sér í barnaþrælkun í stað þess að sækja skóla.

Þetta íslenska verkefni var því svo sannarlega kærkomið fyrir Fatumu. Fimm árum síðar var hún farin að standa á eigin fótum og getur hún í dag séð fyrir fjölskyldunni. Hún veitti okkur því aftur viðtal með glöðu geði eftir að hún hafði útskrifast úr fjölskyldueflingunni.

Samfélagslegt öryggisnet

Eftir inngöngu í fjölskyldueflingu SOS gerast þátttakendur eins og Fatuma meðlimir í samfélagshópi sem nefnist SACCO (Saving and Credit Cooperatives). Þetta eru einskonar sjálfshjálparhópar eða lána- og sparnaðarsamfélag og samanstendur af foreldrum í sárafátækt sem hafa ekki aðgang að hefðbundnum lánastofnunum.

Þetta samfélagslega öryggisnet leikur lykilhlutverk í fjölskyldueflingu SOS. Það byggir á gagnkvæmri aðstoð og tryggir fátæka foreldra fyrir óvæntum útgjöldum og áföllum. Þarna gat Fatuma m.a. tekið lán á lágum vöxtum til að koma af stað litlum atvinnurekstri auk þess að fá þjálfun í sparnaði og gerð fjárhagsáætlana.

Á samkomu samfélagshóps í bænum Eteya á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu þar sem íslenska fjölskyldueflingin var. Á samkomu samfélagshóps í bænum Eteya á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu þar sem íslenska fjölskyldueflingin var.

„Það hefur orðið mikil breyting á þessum tíma“

Fatuma er innilega þakklát SOS Barnaþorpunum og Tulu Moye verkefninu fyrir að bjarga fjölskyldunni á þessum erfiðustu tímum í lífi sínu og leggja grunn að velferð og öryggi barnanna.

„Það hafa orðið miklar framfarir hjá fjölskyldunni minni á þessum fimm árum. Börnin mín ganga í skóla. Þau fá betri menntun. Við höfum rennandi vatn og getum ræktað landið okkar. Það hefur orðið mikil breyting á þessum tíma,“ sagði Fatuma sem útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni í lok árs 2023.

Fatuma og nágrannakonan ásamt börnunum árið 2017. Fatuma og nágrannakonan ásamt börnunum árið 2017.

360 barna­fjöl­skyld­ur lausar úr viðj­um sára­fá­tækt­ar

Ár­ang­ur­ þessa íslenska verkefnis var fram­ar von­um á þess­um fimm árum og tókst að losa 360 barna­fjöl­skyld­ur úr viðj­um sára­fá­tækt­ar, alls 1130 börn og ung­menni auk for­eldra þeirra. Þá eru ónefnd þau jákvæðu áhrif sem verkefnið hefur á nærsamfélagið á Tulu Moye svæðinu. Fjölskyldurnar sem áður lifðu í sárafátækt hafa nú tekjur með tilheyrandi snjóboltaáhrifum á verslun á svæðinu.

Á hverju ári kemur fjölskylduefling SOS í veg fyrir að börn verði yfirgefin og tryggir að þau geti búið hjá foreldrum sínum. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna núna fjögur svona verkefni, í Rúanda, Malaví, Úganda og nýtt verkefni í Arba Minch í Eþíópíu.

Sjá einnig: 360 barna­fjöl­skyld­ur í Eþí­óp­íu laus­ar úr viðj­um sára­fá­tækt­ar

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, hitti Fatumu og fékk frásögn hennar af árangrinum frábæra sem hún náði. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, hitti Fatumu og fékk frásögn hennar af árangrinum frábæra sem hún náði.
SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr