SOS sögur 26.september 2025

Grét allan daginn

Grét allan daginn


Amelwork* er 15 ára stúlka sem býr í borginni Arba Minch í Eþíópíu. Hún er í hópi 637 barna sem njóta stuðnings frá Íslendingum. Hún er í níunda bekk í Baira skólanum sem eingöngu er fyrir framúrskarandi nemendur. Lífið hefur þó ekki alltaf leikið við hana.

Óstöðugleiki

Amelwork og foreldrar hennar hafa lengi þurft að takast á við mótvind. Fjölskylduböndin voru ekki þau sterkustu og ofan á það reyndist foreldrunum erfitt að sjá dóttur sinni fyrir helstu nauðsynjum.

Einn erfiðasti dagur lífs hennar var þegar hún þurfti að hætta í einkaskólanum vegna ógreiddra námsgjalda. „Ég grét allan daginn“ segir Amelwork sem hóf í kjölfarið nám í almenningsskóla. Eftir að faðir hennar fór í fangelsi varð móðirin eina fyrirvinnan og hlutir eins og námsbækur og skólafatnaður urðu að lúxusvöru. „Ég klæddist sömu skólafötunum í meira en þrjú ár,“ segir Amelwork.

Hlutir eins og námsbækur og skólafatnaður urðu að lúxusvöru þegar pabbi Amelwork fór í fangelsi og heimilistekjurnar hrundu. Hlutir eins og námsbækur og skólafatnaður urðu að lúxusvöru þegar pabbi Amelwork fór í fangelsi og heimilistekjurnar hrundu.

Nýtt upphaf

Algjör umbreyting átti sér stað í lífi fjölskyldunnar þegar þau voru valin til þátttöku í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Móðir Amelwork fékk viðskiptaþjálfun og fjármagn til að hefja viðskipti með grænmeti. Amelwork fékk öll nauðsynleg námsgögn og ný skólaföt. „Loksins fannst mér ég vera jafningi hinna. Ég vissi að mér myndi ganga vel í náminu.“

En fjölskyldan fékk enn meiri stuðning. Endurbætur voru gerðar á heimili þeirra og fjölskyldumeðlimir fengu kennslu í lífsleikni. Sú kennsla breytti samskiptum þeirra. „Einkunnirnar mínar hækkuðu og ég fór að sjá sjálfa mig sem framtíðarleiðtoga,“ segir Amelwork.

Í kjölfarið var Amelwork kosin varaforseti barnaþingsins í borginni Arba Minch. „Áður var ég feimin vegna allrar neikvæðu athyglinnar sem fjölskylda mín fékk,“ segir hún. „Nú er ég örugg með mig og ekki lengur hrædd við að tjá mig.“

Mamma Amelwork varð eina fyrirvinnan á heimilinu. Mamma Amelwork varð eina fyrirvinnan á heimilinu.

Stórir draumar og björt framtíð

Þó svo að Amelwork sakni pabba síns hafa framfarir þeirra mæðgna fært henni mikinn styrk og sjálfsöryggi. Hana dreymir um að vinna við rannsóknir og sigrast á áskorunum á heilbrigðissviðinu, samfélaginu til góðs. „Mig langar að gera gagn,“ segir hún ákveðin.

* Ekki hennar rétta nafn

Fjölskylduefling

Fjölskylduefling SOS í Arba Minch hófst í fyrra og er þriggja ára verkefni, fjármagnað af utanríkisráðuneyti Íslands og íslenskum SOS fjölskylduvinum í gegnum SOS Barnaþorpin. Verkefnið er hluti af  opinberri þróunaraðstoð Íslands.

Markmiðið er að efla 637 börn eins og Amalwork og foreldra þeirra til sjálfshjálpar. Verkefnið nær til mun fleiri í nærsamfélaginu, eða um 11.000 manns sem njóta góðs af ýmsum þáttum verkefnisins, eins og t.d. fræðslu og vitundarvakningu.

Þú getur gerst Fjölskylduvinur SOS og þannig tekið þátt í að styðja börn í erfiðum aðstæðum, eins og Amelwork, í nokkrum löndum í Afríku.

Fjölskylduefling SOS í Arba Minch er fjármögnuð að stærstum hluta af utanríkisráðnueytinu og er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands. Fjölskylduefling SOS í Arba Minch er fjármögnuð að stærstum hluta af utanríkisráðnueytinu og er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands.
SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS sem kemur í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum með þinu framlagi. Svona 20-faldast framlagið þitt!

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr