Fréttayfirlit 5. nóvember 2019

Svona gera þær heimagerð dömubindi

Svona gera þær heimagerð dömubindi


Fjölskyldueflingin okkar á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu snýr að mörgum þáttum sem lúta að því að efla þær sárafátæku barnafjölskyldur sem við erum að hjálpa. Liður í eflingunni er að bæta hreinlætisaðstöðu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er gaman að segja frá því að nokkrar stúlkur á svæðinu tóku upp á því í sjálfboðaliðastarfi að kenna unglingsstúlkum í þessum fjölskyldum að búa til heimagerð dömubindi.

Ekki var gert ráð fyrir þessum þætti í áætlunargerð fyrir Fjölskyldueflinguna en umsjónarfólki verkefnisins í Tulu Moye leist svo vel á uppátækið að brugðist var við með því að útvega stúlkunum það sem þarf til dömubindagerðarinnar.

Á ferð okkar til Tulu Moye fyrr á þessu ári hittum við stúlkurnar í þessum sjálfboðaliðastörfum á skrifstofu verkefnisins í þorpinu Iteya. Þær vildu gjarnan sýna Fjölskylduvinum SOS á Íslandi aðferð sína við gerð dömubindanna sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Þær vefja grisju utan um bómull og loka með saumi. Hægt er að endurnýta dömubindin með því að losa sauminn á grisjunni sem svo er þvegin og skipt er um bómull. Einnig koma við sögu nál, tvinni, og rakvélablað en sjón er sögu ríkari.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...