Svona gera þær heimagerð dömubindi
Fjölskyldueflingin okkar á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu snýr að mörgum þáttum sem lúta að því að efla þær sárafátæku barnafjölskyldur sem við erum að hjálpa. Liður í eflingunni er að bæta hreinlætisaðstöðu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er gaman að segja frá því að nokkrar stúlkur á svæðinu tóku upp á því í sjálfboðaliðastarfi að kenna unglingsstúlkum í þessum fjölskyldum að búa til heimagerð dömubindi.
Ekki var gert ráð fyrir þessum þætti í áætlunargerð fyrir Fjölskyldueflinguna en umsjónarfólki verkefnisins í Tulu Moye leist svo vel á uppátækið að brugðist var við með því að útvega stúlkunum það sem þarf til dömubindagerðarinnar.
Á ferð okkar til Tulu Moye fyrr á þessu ári hittum við stúlkurnar í þessum sjálfboðaliðastörfum á skrifstofu verkefnisins í þorpinu Iteya. Þær vildu gjarnan sýna Fjölskylduvinum SOS á Íslandi aðferð sína við gerð dömubindanna sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Þær vefja grisju utan um bómull og loka með saumi. Hægt er að endurnýta dömubindin með því að losa sauminn á grisjunni sem svo er þvegin og skipt er um bómull. Einnig koma við sögu nál, tvinni, og rakvélablað en sjón er sögu ríkari.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...