Fréttayfirlit 15. febrúar 2019

Ný SOS-fjölskylduefling á Filippseyjum

Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins en nú þegar erum við að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að verða sjálfbærar í Eþíópíu og í Perú.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi. Af þessu tilefni auglýsum við eftir fleiri SOS-fjölskylduvinum. Þeir greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali og leggja þannig sitt af mörkum til að hjálpa barnafjölskyldum í sárafátækt til að verða sjálfbærar.

BERSKJÖLDUÐ BÖRN Í FÁTÆKTFilippseyjar Landakort.jpg

Fjölskyldueflingin á Filippseyjum er á Samar-eyju útfrá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það hefst 1. apríl n.k. og er til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um að klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.

Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.

Í ÞREMUR LÖNDUM

Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. Verkefnið í Eþíópíu hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi er því að fjármagna þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

Heimsmarkmiðin.jpg

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna snertir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 11. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu. Þar að auki uppfylla þau markmið númer 3,5 og 17 að hluta.

Nýlegar fréttir

Söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza
10. jún. 2024 Almennar fréttir

Söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza

Nemendur Kársnesskóla héldu sinn árlega góðgerðardag nú á dögunum þar sem þeir söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu undirbúið daginn vel og buðu upp á...

Börn og starfsfólk yfirgefa SOS barnaþorpið í Rafah
30. maí 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk yfirgefa SOS barnaþorpið í Rafah

Þann 28. maí hófu SOS Barnaþorpin flutning barna og fullorðinna frá barnaþorpinu í Rafah vegna stóraukinnar öryggisáhættu á staðnum þar sem barnaþorpið er.