Fréttayfirlit 7. apríl 2020

Líf á tímum kórónuveirunnar

Líf á tímum kórónuveirunnar


Marija Cvetanovska er 20 ára laganemi frá Skjope í Norður-Makedóníu. Hún hefur verið skjólstæðingur fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í Makedóníu frá árinu 2018 og tekur einnig þátt í verkefni á þeirra vegum til að auka starfshæfni sína. Með náminu vinnur hún í banka.

Marija býr með eldri bróður sínum sem er 24 ára gamall. Hann er með væga þroskaskerðingu. Frá og með síðustu viku hafa þau bæði verið heima í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

„Bróðir minn skilur alvarleika ástandsins og við reynum bara að njóta þess að vera heima. Honum þykir einstaklega skemmtilegt þegar við eldum saman og horfum á bíómyndir. Við horfum oft á matreiðslumyndbönd, æfingamyndbönd og spilum saman. Okkur líður eins og við séum aftur orðin börn. Það gleður bróður minn mikið að við fáum loksins að verja tíma saman. Í fyrra var ég í tveimur vinnum og námi. Það liðu oft margir dagar á milli þess sem við hittumst. Hann var mjög leiður og einmana,“ segir Marija.

Marija er mjög jákvæð að eðlisfari og reynir að sjá það góða í öllum aðstæðum. „Við vitum ekki hvað þetta ástand varir lengi. Það hefur þegar haft áhrif á áætlanir mínar næstu mánuðina. En við verðum öll að taka það besta úr þessum aðstæðum og læra af þessu." Í augum Mariju er ekkert mikilvægara en heilsa hennar og ástvina hennar og hún telur að það sé mikilvægt að huga að heilsunni ef maður ætlar að ná markmiðum sínum í lífinu.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...