Líf á tímum kórónuveirunnar
Marija Cvetanovska er 20 ára laganemi frá Skjope í Norður-Makedóníu. Hún hefur verið skjólstæðingur fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í Makedóníu frá árinu 2018 og tekur einnig þátt í verkefni á þeirra vegum til að auka starfshæfni sína. Með náminu vinnur hún í banka.
Marija býr með eldri bróður sínum sem er 24 ára gamall. Hann er með væga þroskaskerðingu. Frá og með síðustu viku hafa þau bæði verið heima í sóttkví vegna kórónuveirunnar.
„Bróðir minn skilur alvarleika ástandsins og við reynum bara að njóta þess að vera heima. Honum þykir einstaklega skemmtilegt þegar við eldum saman og horfum á bíómyndir. Við horfum oft á matreiðslumyndbönd, æfingamyndbönd og spilum saman. Okkur líður eins og við séum aftur orðin börn. Það gleður bróður minn mikið að við fáum loksins að verja tíma saman. Í fyrra var ég í tveimur vinnum og námi. Það liðu oft margir dagar á milli þess sem við hittumst. Hann var mjög leiður og einmana,“ segir Marija.
Marija er mjög jákvæð að eðlisfari og reynir að sjá það góða í öllum aðstæðum. „Við vitum ekki hvað þetta ástand varir lengi. Það hefur þegar haft áhrif á áætlanir mínar næstu mánuðina. En við verðum öll að taka það besta úr þessum aðstæðum og læra af þessu." Í augum Mariju er ekkert mikilvægara en heilsa hennar og ástvina hennar og hún telur að það sé mikilvægt að huga að heilsunni ef maður ætlar að ná markmiðum sínum í lífinu.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...