Fréttayfirlit 20. október 2023

Þrjár heimilislausar fjölskyldur fengu hús frá SOS

Þrjár heimilislausar fjölskyldur fengu hús frá SOS

SOS Barnaþorpin í Malaví afhentu á dögunum þrjú nýleg hús til heimilislausra fjölskyldna. Þessar þrjár fjölskyldur eru í fjölskyldueflingunni í Ngabu sem er fjármögnuð af SOS á Íslandi með stuðningi SOS-fjölskylduvina og Utanríkisráðuneytinu.

Tákn um von og stöðugleika

Afhending húsanna var tilfinningaþrungin en hátíðleg. Fjölskyldurnar lýstu miklu þakklæti fyrir stuðninginn og að þessi mannvirki séu tákn um von og stöðugleika í lífi þeirra. Þessar fjölskyldur hafa ekki aðeins búið við sárafátækt heldur einnig misst húsnæði sín í náttúruhamförum eða af öðrum ástæðum.

Fyrr á þessu ári gekk fellibylurinn Freddy yfir svæðið með skelfilegum afleiðingum og olli m.a. mikilli eyðileggingu á verkefnasvæði okkar. SOS á Íslandi sendi í kjölfarið þriggja milljóna króna viðbótarfjármagn til verkefnis okkar í Malaví vegna hamfaranna.

Sjá einnig: Mik­il eyði­legg­ing og tjón á ís­lensku verk­efn­is­svæði í Mala­ví

Sam og systkini hans fyrir framan nýja húsið sitt. Sam og systkini hans fyrir framan nýja húsið sitt.
Svona lítur gamla húsið þeirra út sem skemmdist í hamförunum. Svona lítur gamla húsið þeirra út sem skemmdist í hamförunum.

Verk­efni Ís­lands nær til yfir 15 þús­und barna

Ís­lenska fjöl­skyldu­efl­ing­in í Nga­bu nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna.  Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.

15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um njóta einnig óbeint góðs af verk­efn­inu sem styð­ur við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.

Verkefni okkar í Ngabu er fjármagnað að stærstum hluta af Utanríkisráðuneytinu en einnig SOS-fjölskylduvinun, mánaðarlegum styrktaraðilum.

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr