Fjölskylduefling SOS hjálpar hálfri milljón manna

SOS-fjölskylduvinir fjármagna Fjölskyldueflingu SOS. Hún gengur út á að sárafátækar barnafjölskyldur í nágrenni SOS barnaþorpa fá aðstoð til sjálfshjálpar svo þær getið séð fyrir börnum sínum og mætt grunnþörfum þeirra.
Fjölgun hefur verið á Fjölskylduvinum SOS að undanförnu. Nærri 1400 Íslendingar styðja Fjölskyldueflinguna með því að greiða mánaðarlegat framlag að eigin vali frá 500 krónum upp úr. Smá upphæð á Íslandi er t.d. risastór upphæð í Eþíópíu þar sem eitt verkefna okkar er.
Þrjú verkefni SOS á Íslandi
SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna þrjú Fjölskyldueflingarverkefni, í Eþíópíu, Perú og Filippseyjum.
- Í verkefninu í Tulu Moye í Eþíópíu hjálpum við 567 fjölskyldum og í þeim eru 1609 börn.
- Í Perú eru fjölskyldur um eitt þúsund barna og ungmenna sem nýta sér aðstoð Fjölskyldueflingar okkar.
- Fjölskyldueflingin á Filippseyjum hefst 1. apríl n.k. og nær til 1800 barna og ungmenna.
Skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu eru alls 505,800 talsins í yfir 98 þúsund fjölskyldum. Samtals eru þetta 574 Fjölskyldueflingarverkefni sem eru sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.
Nýlegar fréttir

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
Mannúðarástandið á Gasa í Palestínu hefur versnað hratt á síðustu dögum og SOS Barnaþorpin eru meðal hjálparsamtaka sem glíma við hindranir í starfi þar.

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
Rúmlega 500 manns sneru á dögunum aftur heim til sín með aðstoð SOS Barnaþorpanna í Súdan eftir á annað ár á vergangi. Þó þessir flutningar gefi fólki í landinu von er enn langt í land því innviðir la...