Fréttayfirlit

Fjölskylduefling hjálpar í Perú

Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi er því miður algeng samskiptaleið innan fjölskyldna í Perú og á hún sér menningarlegar skýringar þar í landi. Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna í Perú snýr að stóru leyti að því að stuðla að réttum tjáskiptum innan fjölskyldna og eiga samskipti án ofbeldis.

Frá síðustu áramótum hafa framlög íslenskra SOS-fjölskylduvina farið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú og Eþíópíu. Í Perú snúa helstu þættir verkefnisins einnig að menntun barna, mataraðstoð og aðgangi að heilbrigðisþjónustu.

Ástandið er sérstaklega slæmt í hverfinu Ventanilla Pachacutec á Callao svæðinu norðan við höfuðborgina Líma. Þar er velferð barna verulega ógnað vegna fátæktar, sjúkdóma og ofbeldis og af þeim sökum var sjötta SOS-samfélagsmiðstöðin á svæðinu opnuð árið 2016.

„Miðstöðvarnar eru opnaðar á svæðum sem skilgreind eru mikil fátæktarsvæði. Þangað sækja fjölskyldur sem vegna fátæktar eiga fá tækifæri í lífinu. Í Callao er fátæktin svo mikil að allar fjölskyldur svæðisins eru gjaldgengar í miðstöðina.“ segir umsjónarkonan Maria Nunes.

Leiðtogi þrátt fyrir hindranir

Staða fjölskyldu einnar í Callao þótti það alvarlega að hún var tekin inn í Fjölskyldueflinguna á síðasta ári. Nayre, 27 ára, og maður hennar Dilmar, 39 ára, gátu ekki séð fyrir tveimur börnum sínum, fjögurra og eins og hálfs árs. Börnin þurftu t.a.m. á læknisaðstoð að halda sem foreldrarnir höfðu ekki efni á.

Með hjálp Fjölskyldueflingarinnar fá börnin nú þá ummönnun sem þau þarfnast og þrátt fyrir alvarleg veikindi dóttur sinnar Marite, getur Nayre gefið sér tíma fyrir störf í fjölskyldunefnd. Þar fær hún þjálfun í leiðtogahæfni og aðstoðar við heilbrigðisþjónustu.
Marite er eins og hálfs árs og er með svokallað dverghöfuð [microcephaly] en því fylgir andlegur vanþroski.

Velferð hennar er í forgangi hjá Nayre „Ég er að vonast til að hún nái að þroskast nógu vel til að geta byrjað að ganga og tala. Ég vil að hún verði heilbrigt barn og nái eðlilegri þyngd.“ Jafnvel þó fjölskyldan glími enn við vandamál er Nayre vongóð. „Uppeldi barnanna hefur breyst og ég er meðvitaðri um velferð þeirra og réttindi.“

Þú getur hjálpað

Skjólstæðingar SOS-fjölskyldueflingarinnar eru í dag um hálf milljón og er eflingunni haldið uppi af fjölskylduvinum SOS Barnaþorpanna. Um 25 þúsund Íslendingar styrktu SOS Barnaþorpin á síðasta ári, þar af eru tæplega 1300 fjölskylduvinir.

Mjög einfalt er að gerast SOS fjölskylduvinur hér.

Nýlegar fréttir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
04.02.2021 Erfðagjafir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS

SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
01.02.2021 Almennar fréttir

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna

SOS Barnaþorpin réðleggja styrktarforeldrum eindregið frá því að senda styrktarbörnum sínum bréf eða pakka um þessar mundir. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda vegna ástan...