Efling fjölskyldna í Perú
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun á Fjölskyldueflingarverkefni SOS í Perú. Verkefnið er starfrækt í höfuðborg landsins, Líma og fá yfir 600 börn og fjölskyldur þeirra einhverskonar aðstoð frá samtökunum. Fjölskylduefling er verkefni sem aðstoðar fátækar foreldra við að sinna börnum sínum.
Helstu þættir Fjölskyldueflingar í Líma eru meðal annars:
-menntun barna
-mataraðstoð
-aðgangur að heilsugæslu og tannlækningum
-fræðsla og menntun fyrir foreldra en þetta er afar stór þáttur í verkefninu. Foreldrum býðst meðal annars að sækja vinnustofur um hollt mataræði, heimilisofbeldi, gott uppeldi, sjálfstraust og margt fleira. Á meðan foreldrar sækja vinnustofurnar geta börn þeirra verið í dagvistun SOS.
Frá og með 1. janúar næstkomandi munu framlög íslenskra Fjölskylduvina fara annars vegar í þetta verkefni og hins vegar í Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu. Hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...