Fréttayfirlit 27. október 2017

Efling fjölskyldna í Perú



SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun á Fjölskyldueflingarverkefni SOS í Perú. Verkefnið er starfrækt í höfuðborg landsins, Líma og fá yfir 600 börn og fjölskyldur þeirra einhverskonar aðstoð frá samtökunum. Fjölskylduefling er verkefni sem aðstoðar fátækar foreldra við að sinna börnum sínum.

Helstu þættir Fjölskyldueflingar í Líma eru meðal annars:

-menntun barna

-mataraðstoð

-aðgangur að heilsugæslu og tannlækningum

-fræðsla og menntun fyrir foreldra en þetta er afar stór þáttur í verkefninu. Foreldrum býðst meðal annars að sækja vinnustofur um hollt mataræði, heimilisofbeldi, gott uppeldi, sjálfstraust og margt fleira. Á meðan foreldrar sækja vinnustofurnar geta börn þeirra verið í dagvistun SOS.

Frá og með 1. janúar næstkomandi munu framlög íslenskra Fjölskylduvina fara annars vegar í þetta verkefni og hins vegar í Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu. Hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...