Frétta­yf­ir­lit 15. sept­em­ber 2021

Áður var von­leysi en nú er von

Áður var vonleysi en nú er von


Verk­efn­is­stjóri í fjöl­skyldu­efl­ing­unni í Eþí­óp­íu, sem SOS á Ís­landi fjár­magn­ar, seg­ir að barna­fjöl­skyld­urn­ar sem við hjálp­um í verk­efn­inu sjái nú von eft­ir að hafa áður upp­lif­að von­leysi. Mik­il breyt­ing hef­ur orð­ið á lífi fólks­ins og það sér fram á bjart­ari fram­tíð.

Á svæð­inu Tullu Moye/Iteya í Eþí­óp­íu eru SOS Barna­þorp­in á Ís­landi með þró­un­ar­að­stoð sem heit­ir SOS-fjöl­skyldu­efl­ing. Þar hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra að kom­ast upp fyr­ir fá­tækt­ar­mörk með því mark­miði að þess­ar barna­fjöl­skyld­ur geti stað­ið á eig­in fót­um. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám.

Þökk sé fram­lög­un­um frá Ís­landi

Verk­efn­ið hófst snemma árs 2018 og átti því að ljúka í lok þessa árs en það hef­ur nú ver­ið fram­lengt til loka árs 2023. Tadesse Abe­be stýr­ir þessu verk­efni á staðn­um og í þessu við­tali lýs­ir hann því hvernig stuðn­ing­ur­inn frá Ís­landi hef­ur hjálp­að barna­fjöl­skyld­um upp úr sára­fá­tækt.

„Við höf­um séð mikla breyt­ingu á lífi barn­anna og for­eldra þeirra. Fjöl­skyld­urn­ar sem búa und­ir fá­tækt­ar­mörk­um eru að til­einka sér breytt hug­ar­far og nýtt líf með öll­um þeim úr­ræð­um sem í boði eru. Margt fólk sem upp­lifði al­gert von­leysi er nú að upp­lifa von. Börn­in sem áður gátu ekki far­ið í skóla eru nú byrj­uð í skóla. Skól­ana skorti áður alla nauð­syn­lega inn­viði en ekki leng­ur. All­ir nauð­syn­leg­ir inn­við­ir eru nú til stað­ar, s.s. þjálf­un, allt þetta hef­ur ver­ið hægt að upp­fylla, þökk sé fram­lög­un­um frá Ís­landi."

Tadesse bæt­ir við að marg­ir for­eldr­ar sjái nú fram á bjarta fram­tíð vegna fjöl­skyldufl­ing­ar­inn­ar. „Við sjá­um t.d. að marg­ir sem voru ekki að leggja fé til hlið­ar, hafa nú til­eink­að sér þá venju að spara. Og for­eldr­ar sem kunnu ekki að veita börn­um sín­um já­kvætt upp­eldi hafa nú til­eink­að sér betri upp­eldisað­ferð­ir. Mér finnst þess­ir þætt­ir og aðr­ir hafa ver­ið að breyt­ast," seg­ir Tadesse.

Viðtal: Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS. Tekið í vettvangsferð til Iteya í febrúar 2020 en birt hér á heimasíðunni í september 2021.

Utanríkisráðuneytið styrkir 80% af kostnaði fjölskyldueflingarinnar í Eþíópíu en SOS-fjölskylduvinir 20%.

Ný­leg­ar frétt­ir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Allt sem við vit­um um ástand­ið hjá SOS í Palestínu

Við get­um stað­fest að öll börn á fram­færi SOS Barna­þorp­anna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki nær­ing­ar­skort, þó það standi tæpt, og sér­stök áhersla er lögð á að hlúa að and­legri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

855 krón­ur af hverju þús­und króna fram­lagi renna í hjálp­ar­starf­ið

Árs­skýrsla SOS Barna­þorp­anna fyr­ir árið 2024 hef­ur nú ver­ið birt eft­ir að­al­fund sam­tak­anna 19. maí sl. Þar kem­ur m.a. fram að hlut­fall rekstr­ar­kostn­að­ar er með því allra lægsta sem ger­ist eða að­eins 1...