Fréttayfirlit 2. október 2019

2400 krónur á viku framfleyta fjölskyldunni

2400 krónur á viku framfleyta fjölskyldunni


Zamzan og eiginmaður hennar Mahamad búa ásamt þremur börnum sínum í litlu hrörlegu húsi í hinu afskekkta þorpi Teromoye í Eþíópíu. Þau eru í Fjölskyldueflingu á vegum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þetta eru allt barnafjölskyldur í sárafátækt sem SOS hjálpar svo þær getið staðið á eigin fótum.

Áttu ekki fyrir mat

Áður en Zamzan og Mahamad fengu aðstoðina frá SOS höfðu þau varla efni á mat fyrir börnin en það hefur breyst núna. Þau nýttu sér möguleika Fjölskyldulefingarinnar á að taka lán á lágum vöxtum til að koma af stað litlum rekstri sem aflar fjölskyldunni tekna. Hjónin kaupa korn í heildsölu og selja það á markaði sem gefur fjölskyldunni tekjur upp á 800 krónur á dag, þrisvar í viku. Þessi upphæð er ekki há á íslenskan mælikvarða en hún getur fleytt fólki talsvert lengra á þessu svæði í Eþíópíu. Til að setja það í samhengi þá kostar hálftíma löng rútuferð til Iteya 35 krónur aðra leið. Þangað þurfa íbúar Teromoye reglulega að sækja vörur og þjónustu.

Fengu fræðslu um barnauppeldi

„SOS hefur útvegað okkur ýmsar nauðsynjar eins og skólagögn fyir börnin, fatnað, korn til að selja á markaðnum og líka kennslu í barnauppeldi. Við lærðum t.d. að við eigum ekki að beita harðræði til að aga börnin okkar til. Það eru til margar aðrar leiðir,“ sagði Zamzan í viðtali við SOS á Íslandi.

Liður í samstarfi við Utanríkisráðuneytið er að gera úttektir á vettvangi verkefnisins. Það hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir út árið 2021. Alls eru skjólstæðingar þess 566 foreldrar og 1611 börn þeirra. SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni en hin eru á Filippseyjum og í Perú. Síðastnefnda verkefnið er unnið í samstarfi við SOS í Noregi.

SOS Barnaþorpin eru með alls 575 Fjölskyldueflingarverkefni á heimsvísu og eru skjólstæðingar þeirra samtals um hálf milljón manna.

SOS-fjölskylduvinir taka þátt í fjármögnun Fjölskyldueflingar SOS með mánaðarlegum framlögum að eigin vali.

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...