Gefðu framtíðinni forskot
SOS Barnaþorpin, í samstarfi við nokkur önnur góðgerðarfélög, hafa sett á laggirnar vefsíðuna erfdagjafir.is. Tilgangur samstarfsins er að vekja athygli á þeim möguleika að ánafna hluta eigna sinna til góðgerðarmála eftir sinn dag.
Munaðarlaus og yfirgefin börn hafa á undanförnum árum notið góðs af erfðagjöfum sem borist hafa SOS Barnaþorpunum. Svipaða sögu hafa önnur góðgerðarfélög að segja. Vilja félögin benda á þennan möguleika og skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og umræðu um þessi mál.
Nánar má kynna sér erfðagjafir til SOS Barnaþorpanna hér.
Nýlegar fréttir
Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...