Gefðu framtíðinni forskot

SOS Barnaþorpin, í samstarfi við nokkur önnur góðgerðarfélög, hafa sett á laggirnar vefsíðuna erfdagjafir.is. Tilgangur samstarfsins er að vekja athygli á þeim möguleika að ánafna hluta eigna sinna til góðgerðarmála eftir sinn dag.
Munaðarlaus og yfirgefin börn hafa á undanförnum árum notið góðs af erfðagjöfum sem borist hafa SOS Barnaþorpunum. Svipaða sögu hafa önnur góðgerðarfélög að segja. Vilja félögin benda á þennan möguleika og skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og umræðu um þessi mál.
Nánar má kynna sér erfðagjafir til SOS Barnaþorpanna hér.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...